Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   þri 13. ágúst 2024 14:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik að sækja leikmann frá Austfjörðum
Samantha Smith.
Samantha Smith.
Mynd: FHL
Breiðablik er að krækja í Samönthu Smith á láni frá FHL út tímabilið. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Samantha, sem er fædd árið 2001, hefur verið frábær með FHL í sumar og hefur gert 15 mörk í 14 deildarleikjum í Lengjudeildinni.

Hún skoraði þá sex mörk í sex leikjum í Mjólkurbikarnum og í Lengjubikarnum.

Samantha og Emma Hawkins hafa farið á kostum fyrir FHL í sumar, en liðið er búið að tryggja sig upp í Bestu deildina að ári. Emma er farin til Portúgals þar sem hann mún spila fyrir Damaiense, liðið sem Þorlákur Árnason stýrir.

Breiðablik er einu stigi frá toppnum í Bestu deild kvenna og er liðið jafnframt að fara að spila í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Val á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner