Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 14. október 2024 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við Íslendingar höfum eignast nýjan tengdason"
Icelandair
Craig Bellamy.
Craig Bellamy.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við Íslendingar höfum eignast nýjan tengdason, Craig Bellamy. Hann er ekkert eðlilega skotinn í þessu liði okkar," sagði Valur Gunnarsson í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni síðasta laugardag. Ísland sýndi gríðarlega yfirburði eftir að hafa lent 0-2 undir og hefði með réttu átt að vinna leikinn.

Eftir leikinn þá skammaði Bellamy, sem er landsliðsþjálfari Wales, blaðamenn fyrir að hafa ekki spurt sig út í Ísland fyrir leikinn. Hann sagðist ólmur hafa viljað tala um íslenska liðið þar sem hann væri gríðarlega hrifinn af því.

„Hann var alveg að láta heyra í sér á hliðarlínunni," sagði Orri Steinn Óskarsson, sóknarmaður Íslands, í útvarpsþættinum.

„Ég heyrði ekkert of mikið en ég man á fyrstu mínútunni þegar ég var tekinn niður - pjúra aukaspyrna - þá horfir hann á mig, hristir hausinn og segir 'drullaðu þér upp'. Þetta er svo geggjuð týpa, maður elskar svona."

„Hann kemur með þetta að borðinu. Maður hefur lesið sögur um að dómarar segi að hann sé versti leikmaður sem þeir hafi dæmt hjá. Hann hafi sagt hluti sem má ekki segja í útvarpinu. Skemmtileg týpa," sagði Orri Steinn en Bellamy talaði afar vel um íslenska sóknarmanninn eftir leik á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner