Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
   fös 11. október 2024 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Magnaður fundur með Bellamy - Æstur í að tala um Ísland
Icelandair
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales.
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, var hinn hressasti þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn á Laugardalsvelli þrátt fyrir að hans menn höfðu misst frá sér 2-0 forystu.

Bellamy byrjaði fundinn á því að pirra sig á fjölmiðlamönnum frá Wales.

„Ég er mjög ánægður, ég naut leiksins. Ég vildi virkilega fá spurningar í gær um Ísland því ég vildi segja ykkur hversu góðir þeir eru," sagði Bellamy sem var greinilega mikill aðdáandi íslenska liðsins.

„Ég hef horft mikið á þá. Ég var mjög vonsvikinn með spurningarnar frá ykkur því ég vildi fá að segja ykkur hverju við værum að mæta. Þeir eru mjög góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á stórmót. Þeir hafa ekki verið langt frá síðustu mótum. Því meira sem ég hef horft á þá, því hrifnari verð ég og meiri aðdáandi. Ég vissi að þetta yrði rosalega erfiður leikur. Við vorum 2-0 yfir í hálfleik en ég sagði við þjálfarateymið mitt í hálfleik að seinni hálfleikurinn yrði langur. Þeir eru með reyndan þjálfara, frábæran þjálfara og ég vissi að hann myndi bregðast við."

Wales var undir í öllu í seinni hálfleiknum og átti fá svör við íslenska liðinu. Bellamy er ánægður þar sem hann telur að sitt lið getið dregið mikinn lærdóm af leiknum en þetta er aðeins hans annað verkefni með liðið.

„Ég tel að við getum lært mikið af þessu, sérstaklega seinni hálfleiknum. Við getum tekið mikið frá því að hafa lent í þessari stöðu. Ég er mjög ánægður. Ég er ekki að sykurhúða þetta eitthvað. Við getum dregið mikinn lærdóm af þessu," sagði hann.

Brennan Johnson, stjarna Wales, var tekinn af velli í hálfleik. Þegar fjölmiðlamaður frá Wales reyndi að spyrja Bellamy út í það, þá barst talið aftur að Íslandi. Hann vildi tala meira um íslenska liðið.

„Þér líkar ekki við Ísland?" sagði Bellamy og hló. „Við tókum hann út af til öryggis. Hann var á spjaldi. Við vilj­um dreifa álag­inu. Hann fékk líka högg en er í góðum mál­um núna."
Athugasemdir
banner
banner
banner