Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales, var virkilega hrifinn af íslenska landsliðinu í 2-2 jafnteflinu á Laugardalsvelli í kvöld.
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Wales komst í 2-0. Ísland kom til baka í seinni hálfleiknum.
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en Wales komst í 2-0. Ísland kom til baka í seinni hálfleiknum.
Orri Steinn Óskarsson var virkilega flottur í íslenska liðinu en Bellamy var sérstaklega spurður út í hann af blaðamanni frá Wales. Orri var nýverið keyptur á metfé til Real Sociedad á Spáni.
„Hann er verulega góður leikmaður. Varnarmennirnir okkar eru mjög góðir en þeir þurftu að leggja mikið á sig í kvöld. Þeir voru að spila gegn verulega góðum leikmönnum. Ísland vill spila hratt og eru með hæfileikaríka leikmenn. Það var góður bardagi á milli varnarmanna okkar og sóknarmanna þeirra," sagði Bellamy sem var sjálfur sóknarmaður á sínum ferli.
Í kjölfarið var hann spurður nánar út í íslenska landsliðið. Fór hann ekki leynt með aðdáun sína.
„Þið erum með góða unga leikmenn að koma upp. Fólksfjöldinn er bara í kringum 400 þúsund og það er magnað að þið þróið svona marga góða leikmenn. Það er búið að búa til gott umhverfi og upp hafa komið góða leikmenn. Þið voruð nálægt stórmóti 2014 og komust svo á tvö mót eftir það. Þið hafið verið nálægt því upp á síðkastið. Ég hef horft á marga leiki og þið tapið ekki oft. Þegar þið tapið, þá er það alltaf tæpt. Ég er mikill aðdáandi og þið eigið mikið hrós skilið. Þjálfarinn ykkar er norskur og hann er mjög góður," sagði hann jafnframt.
Athugasemdir