mið 15. janúar 2020 20:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: United slapp með skrekkinn - VAR dæmdi hendi á Wolves
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Manchester United og Wolves í ensku bikarkeppninni.

Staðan er 0-0 eftir um 29 mínútna leik en á 10. mínútu skoraði Wolves mark. Fred fékk boltann úti hægra meginn á vallarhelmingi United eftir innkast Aaron Wan-Bissaka.

Fred ætlaði að skipta boltanum yfir á vinstri vænginn en hann þrumaði boltanum í Nemanja Matic og boltinn fór inn á vítateig United.

Harry Maguire og Raul Jimenez fóru í kapphlaup um hver næði boltanum og hrökk boltinn af Jimenez til Pedro Neto sem skoraði af stuttu færi framhjá Sergio Romero.

Markið var skoðað í VAR og VAR dæmdi hendi á Raul Jimenez þegar boltinn hrökk af honum.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner
banner