Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Þungaviktin 
Aron Einar um Þór: Eru að taka skref í rétta átt
Lengjudeildin
,,Ef það gerist ekki núna þá er planið næsta tímabil
,,Ef það gerist ekki núna þá er planið næsta tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson
Aron Einar Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Landsliðsfyrirliðinn og Þórsarinn Aron Einar Gunnarsson er gríðarlega spenntur fyrir sínum mönnum Í Þorpinu en hann talaði um liðið í hlaðvarpsþættinum Þungaviktin á dögunum.


Egill Orri Arnarsson 16 ára gamall leikmaður liðsins er á leið til danska liðsins Midtjylland en Aron greindi frá því að hann hafði heyrt af miklum áhuga á honum.

„Ég fékk nokkur símtöl um hann, bæði frá Þýskalandi og annars staðar frá. Þetta er gæji sem er með rétt hugarfar, ungur drengur en eins og fullvaxta karlmaður. Það verður missir að missa hann en klárlega rétt skref fyrir hann að fara núna," sagði Aron Einar.

Egill mun ganga til liðs við Midtjylland um mánaðarmótin en hann hefur sex leiki í deild og bikar í sumar og skorað eitt mark.

Ef það gerist ekki núna þá er planið næsta tímabil
Aron Einar hefur tjáð sig um það að draumurinn sé að ljúka ferlinum með Þór. Hann segir að liðið muni spila í Bestu deildinni á næstu árum.

„Það er ákveðið plan í Þorpinu. Menn sögðu alveg að þeir væru til í að fara upp en ef það gerist ekki núna þá er planið næsta tímabil. Fyrsta ár með nýjan þjálfara, ungir strákar sem eru jú árinu eldri. Mér finnst þeir samt vera að taka skref í rétta átt. Lið í uppbyggingu, það er hægt að lýsa því þannig," sagði Aron Einar.

„Það er samt ekki gott að vera búinn að spila fimm leiki í deildinni og vera með sex stig og ætla sér efsta sætið, það segir sig sjálft. Fyrir nokkrum árum, horfandi á leikinn í gær (gegn Stjörnunni í bikarnum), sést að við erum að taka rétt skref. Það sást ekki hvaða lið var í efstu deild og ég held að það sé fínn undirbúningur  að klífa þetta hægt og  rólega staðin fyrir að taka stökkið núna og vera ekki tilbúnir í það."


Athugasemdir
banner
banner