Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 13:03
Elvar Geir Magnússon
Markatala FH er 3-15 eftir þjálfaraskiptin
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr leiknum í Vestmannaeyjum í gær.
Úr leiknum í Vestmannaeyjum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ekkert gengur hjá FH-ingum sem gætu mögulega farið niður í fallsæti í kvöld. FH tapaði 4-1 fyrir ÍBV í Vestmannaeyjum í gær og hefur enn ekki náð að vinna deildarleik síðan þjálfaraskipti urðu.

Ólafur Jóhannesson var rekinn eftir níu umferðir og Eiður Smári Guðjohnsen tók við. Gengi FH hefur hinsvegar versnað eftir þjálfaraskiptin.

Liðið náði í 0,89 stig að meðaltali í leik á þessu tímabili undir stjórn Ólafs en hefur náð í 0,38 stig að meðaltali.

Í þeim átta leikjum sem FH hefur spilað undir stjórn Eiðs er markatala liðsins 3-15.

„Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra." sagði Eiður Smári í viðtali eftir tapið í gær.

Herinn sem ofurstinn tefldi fram hafði engan áhuga á verkefninu
Hafliði Breiðfjörð er stuðningsmaður FH en hann skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net í Vestmannaeyjum í gær.

„FH liðið virkar áhugalaust og verður bara daprara með hverjum leiknum. Með þessu framhaldi gæti þeirra beðið sæti í Lengjudeildinni á næstu leiktíð," skrifaði Hafliði í skýrslu um leikinn.

„Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH kom með yfirlýsingar í vikunni um að FH væri á leiðinni til Vestmannaeyja í stríð og lofaði að það sæist á liði sínu í þessum leik enda búið að minna á það stöðugt á æfingum vikunnar. Þegar út í alvöruna var komið var ljóst að herinn sem ofurstinn tefldi fram hafði engan áhuga á verkefninu og virtist að það færi lítið í skapið á mönnum að fá á sig mörk ítrekað í fyrri hálfleiknum. Það virkar eins og Eiður Smári nái ekki til liðsins svo þeir spili eins og menn í svona mikilvægu verkefni."

„Það er erfitt að koma höndum á hvers vegna staðan er svo slæm og hún er í Hafnarfirði, þó er ljóst að vandamálið er ekki bundið við Eið Smára og hans þjálfarateymi sem hefur bara fengið þrjú stig, og skorað þrjú mörk, í fyrstu 8 leikjum sínum. Það gekk vissulega betur hjá Ólafi Jóhannessyni forvera hans en þó bara örlítið betur. Ólafur er núna á miklu flugi með Val og enn á ný að sanna gæði sín. FH-ingar þurfa líklega að fara að líta mun ofar í fæðukeðjuna næst þegar mönnum verður skipt út," skrifaði Hafliði.

„Leikmannahópurinn er gríðarlega illa samsettur og það má til dæmis horfa á hver er það sem sér um að velja leikmenn í svona hóp. Tvö þjálfaraskipti á hverju ári undanfarin ár hjálpar heldur ekki til að mynda stöðugleika. Hvar liggur ábyrgðin þar. Hinn almenni félagsmaður ætti kannski að mæta á næsta aðalfund og láta til sín taka?"
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner