Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 15. september 2022 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimir að missa af Toney
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Eins og fjallað var um fyrr í dag þá er Ivan Toney í enska landsliðshópnum sem verður opinberaður á eftir.

Toney hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu, skorað fimm mörk í sex leikjum.

Þessi 26 ára sóknarmaður á möguleika á að sýna sig og sanna enn frekar fyrir Gareth Southgate landsliðsþjálfara og reyna að vinna sér inn sæti fyrir HM í Katar.

Toney, sem er mjög öflugur sóknarmaður, getur einnig spilað fyrir landslið Jamaíka þar sem hann á ættir að rekja þangað. Það voru fréttir um það í fyrra að fótboltasambandið í Jamaíka væri að reyna að sannfæra Toney um að koma yfir. Hann hefur samt alltaf haft metnað fyrir því að spila fyrir enska landsliðið, en hann fæddist og ólst upp í Englandi.

Heimir Hallgrímsson er að taka við Jamaíka og hann getur enn reynt að sannfæra Toney um að spila fyrir Jamaíka, svo lengi sem hann spilar ekki þrjá keppnisleiki með Englandi.

Það er búist við því að Heimir verði kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíka á morgun en það yrði ansi sterkt fyrir hann að hafa Toney og Michail Antonio, sóknarmann West Ham, í fremstu víglínu hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner