Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 15. nóvember 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eru með sérstakt markmið fyrir alla æfingaleiki
Icelandair
Ísland er að fara að spila tvo hörkuleiki.
Ísland er að fara að spila tvo hörkuleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum að fara að spila gegn Kanada og Danmörku sem eru tvö hörkulið. Eins og ég hef sagt undanfarið þá er markmið okkar í öllum æfingaleikjum að spila gegn sterkum andstæðingum til að halda áfram að láta að reyna á okkur og halda áfram að þróast," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Við viljum spila við lið sem eru sambærileg þeim sem við erum að spila við í Þjóðadeildinni og í lokakeppni. Við viljum reyna að verða betri."

Í dag var tilkynntur hópur fyrir tvo æfingaleiki í nóvember og desember. Leikirnir fara báðir fram á Pinatar Arena á Spáni. Ísland mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á aðalrás Sjónvarps Símans.

Leikurinn gegn Kanada var tilkynntur í gær. Var stuttur aðdragandi að honum?

„Nei, raunverulega ekki. Leikurinn var tilkynntur í gærkvöldi því þeir voru þá tilbúnir að tilkynna það. Samningurinn var sjálfur klár fyrir einhverju síðan en það þurfti að fínpússa hann eitthvað. Menn gefa ekkert út fyrr en öll atriði eru klár. Þetta þarf allt að vera upp á tíu áður en svona hlutir eru gefnir út. Þetta er búið að liggja fyrir í einhverjar fjórar eða fimm vikur," sagði Þorsteinn.

Hann vonast til að nota leikina til að þróa liðið áfram og munu leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna.

„Það er enginn leikmaður að fara að spila 180 mínútur. Ég geri ráð fyrir því að við dreifum þessu töluvert, mun örugglega nota stóran hluta hópsins eins og út í Bandaríkjunum," sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner