Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag hóp fyrir komandi vináttuleiki gegn Danmörku og Kanada. Leikirnir fara báðir fram á Pinatar Arena á Spáni. Ísland mætir Kanada 29. nóvember og Danmörku 2. desember. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ein breyting er á hópnum frá upprunalega hópnum sem valinn var fyrir Bandaríkjaferðina í síðasta mánuði. Frá þeim hópi dettur Guðný Árnadóttir út vegna meiðsla og inn kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir gátu ekki verið með í Bandaríkjunum vegna meiðsla og drógu sig út. Þær þrjár snúa aftur inn í hópinn fyrir þær Ásdísi Karen Halldórsdóttur, Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur sem kallaðar voru inn. Áslaug Munda á að baki sextán landsleiki og spilaði síðast gegn Sviss í apríl í fyrra.
Innbyrðisleikir:
Ísland og Kanada hafa tvisvar sinnum mæst áður í A landsliðum kvenna, í báðum tilfellum í Algarve-bikarnum. Árið 2016 hafði Kanada betur með einu marki gegn engu og árið 2019 gerðu liðin markalaust jafntefli.
Ísland og Danmörk hafa mæst 16. Ísland hefur unnið þrjá leiki, þrír hafa endað með jafntefli og Danmörk hefur unnið níu. Ísland vann síðustu viðureign þjóðanna, en það var 1-0 sigur í Þjóðadeildinni og fór sá leikur fram í Viborg í Danmörku.
Ein breyting er á hópnum frá upprunalega hópnum sem valinn var fyrir Bandaríkjaferðina í síðasta mánuði. Frá þeim hópi dettur Guðný Árnadóttir út vegna meiðsla og inn kemur Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir. Þær Alexandra Jóhannsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir gátu ekki verið með í Bandaríkjunum vegna meiðsla og drógu sig út. Þær þrjár snúa aftur inn í hópinn fyrir þær Ásdísi Karen Halldórsdóttur, Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Heiðu Ragneyju Viðarsdóttur sem kallaðar voru inn. Áslaug Munda á að baki sextán landsleiki og spilaði síðast gegn Sviss í apríl í fyrra.
Innbyrðisleikir:
Ísland og Kanada hafa tvisvar sinnum mæst áður í A landsliðum kvenna, í báðum tilfellum í Algarve-bikarnum. Árið 2016 hafði Kanada betur með einu marki gegn engu og árið 2019 gerðu liðin markalaust jafntefli.
Ísland og Danmörk hafa mæst 16. Ísland hefur unnið þrjá leiki, þrír hafa endað með jafntefli og Danmörk hefur unnið níu. Ísland vann síðustu viðureign þjóðanna, en það var 1-0 sigur í Þjóðadeildinni og fór sá leikur fram í Viborg í Danmörku.
Hópurinn
Markverðir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - BK Häcken - 7 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Milan - 12 leikir
Útileikmenn
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breðiablik - 16 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby IF - 66 leikir, 1 mark
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 130 leikir, 11 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 43 leikir, 1 mark
Natasha Moraa Anasi - Valur - 7 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Valerenga - 11 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 45 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 14 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 47 leikir, 6 mörk
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 20 leikir, 2 mörk
Katla Tryggvadóttir - Kristanstads DFF - 2 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 45 leikir, 10 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 43 leikir, 5 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - FC Twente - 22 leikir, 2 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 13 leikir, 1 mark
Sveindís Jane Jónsdóttir - VfL Wolfsburg - 42 leikir, 12 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 41 leikur, 6 mörk
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir - FC Nordsjælland - 3 leikir
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 18 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 6 leikir, 1 mark
Athugasemdir