Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 16. apríl 2021 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi skorað fimm mörk eða meira gegn fimm liðum
Gylfi Þór Sigurðsson er að eiga mjög fínt tímabil með Everton.

Gylfi skoraði tvennu í 2-2 jafntefli gegn Tottenham.

Gylfi er auðvitað fyrrum leikmaður Tottenham en hann spilaði fyrir félagið frá 2012 til 2014. Honum finnst greinilega ekki leiðinlegt að spila gegn sínum gömlu félögum. Fyrr á tímabilinu skoraði hann eitt og lagði upp þrjú í 5-4 sigri Everton á Spurs í bikarnum.

Þessi frábæri leikmaður er núna búinn að skora fimm mörk eða meira gegn fimm liðum á ferlinum. Hann er búinn að skora mest gegn Chelsea og Tottenham.

Það er Squawka sem segir frá þessu en hér að neðan má sjá hvaða fimm lið þetta eru.


Athugasemdir
banner