Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
banner
   sun 16. september 2018 16:48
Magnús Þór Jónsson
Óli Kristjáns: Evrópusæti hefur ekki áhrif á framtíðarplön okkar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var svekktur Ólafur Kristjánsson sem kom í viðtal eftir 1-1 jafntefli í Vikinni í dag.

"Stigið var fúlt, við þurftum að fá þrjú og við þurfum að fá eins oft þrjú stig og hægt er.  Við lékum bara ekki nógu vel í dag til þess að fá öll stigin.  Það kom ekki kraftur í okkur í dag fyrr en þeir skoruðu. Þessi leikur endurspeglar svolítið sumarið hjá okkur.  Við erum kraftlausir en setjum svo aðeins í gírinn."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 FH

FH fengu 2 rauð spjöld á sig í dag fyrir atvik annað en leikbrot.

"Það eru tveir leikmenn, annar utan vallar, sem fá rautt spjald fyrir háan púls.  Í tilviki Lennon sagði hann "it's a f***ing joke" en dómarinn hafi skilið það sem "you are a f***ing joke", það er verið að segja á íslenskunni að þetta sé grín og þetta mistúlkaðist þannig að dómarinn taldi það eiga við um sig.  Þetta er stór ákvörðun að taka en það sem við getum gert er að spila eins og prúðir menn og missa ekki út úr okkur ljót orð þegar við erum að spila knattspyrnu."

Úrslit dagsins þýða að KR er nú komið aftur fram úr FH að stigum í baráttunni um Evrópusætið.  Mun það hafa áhrif á framtíðarplön FH hvort það sæti næst eða ekki?

"Nei. Við munum halda okkar plönum óháð því".

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner