Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arnar Þór og Kristofer Orri framlengja hjá Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Helgason og Kristófer Orri Pétursson eru búnir að framlengja samninga sína við Gróttu til tveggja ára, eða út tímabilið 2022.

Báðir eru þeir uppaldir Seltirningar og eiga samanlagt yfir 150 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Gróttu.

Arnar Þór er miðvörður fæddur 1996 og hefur verið lykilmaður í skemmtilegu liði Gróttu undanfarin ár. Hann skoraði 8 mörk á tveimur sumrum í 2. deild og Inkasso en tókst ekki að skora er Grótta féll úr efstu deild í haust.

Kristófer Orri er miðjumaður fæddur 1998 og var stoðsendingahæsti leikmaður Gróttu í fyrra með sjö stoðsendingar.

„Samningarnir við Arnar Þór og Kristófer Orra eru mikið fagnaðarefni fyrir knattspyrnudeild Gróttu og alla stuðningsmenn félagsins," segir á vefsíðu Gróttu.

Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni í fyrra og mun því spila í Lengjudeildinni í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner