Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 19:15
Aksentije Milisic
Guendouzi var ekki í hóp eftir rifrildi við Arteta
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi, miðjumaður Arsenal, var skilinn eftir utan hóps í gær þegar Arsenal lagði Newcastle að velli 4-0. Ástæða þess er vegna rifrildi hans við þjálfara liðsins, Mikel Arteta og hans teymi.

Sagt er að þessum tvítuga leikmanni hafi lent saman við Arteta á æfingasvæðinu í Dubai og að rifrildin hafi haldið áfram á hóteli liðsins síðar um kvöldið.

Arteta og menn í hans þjálfarateymi voru ekki sáttir við viðhorf og líkamstjáningu Guendouzi í æfingaferðinni og í kjölfarið rifust þeir við leikmanninn. Arteta sagði í gær að ástæðan hafi verið „taktísk" að hafa Guendouzi ekki í hópnum.

Guendouzi hefur leikið 28 leiki í öllum keppnum fyrir Arsenal á þessu tímabili en nú er ljóst að verk er fyrir höndum að komast aftur í liðið. Dani Ceballos kom inn í liðið í gær og þótti standa sig vel.

Sjá einnig:
Guendouzi hent út úr hóp
Athugasemdir
banner
banner
banner