Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 18:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wenger um City: Reglurnar eru svona og þær verður að virða
Mynd: Getty Images
„Ég var alltaf með þeirri hugmynd að reglur væru í gildi sem komu að fjármálahlið félaganna. Þau mættu svo eyða sínum náttúrulegu tekjum," sagði Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fyrir Laureus World Awards.

„Reglurnar eru til og ég er á því að þeim verði að fylgja. Fólk sem fylgir þeim ekki og er gripið við að fara í kringum þessar reglur eiga að taka út sína refsingu."

„Ef upp kemst um að þetta hafi verið gert viljandi þá má ekki sleppa því að refsa fyrir það brot."


Arsene Wenger var á sínum tíma sem stjóri Arsenal þekktur fyrir að hugsa vel um fjármál félagsins og misvel var tekið í það hjá stuðningsmönnum félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner