Heimild: Stöð 2
Guðlaugur Victor Pálsson og félegar í Plymouth eru í fallsæti og harðri baráttu fyrir lífi sínu í ensku B-deildinni, Championship. Það hefur gengið á ýmsu hjá liðinu.
Guðlaugur Victor var í viðtali við Stöð 2 og ræddi þar á meðal um gagnrýnina sem hann hefur sjálfur fengið á tímabilinu. Hann segir hana að vissu leyti hafa átt rétt á sér.
Guðlaugur Victor var í viðtali við Stöð 2 og ræddi þar á meðal um gagnrýnina sem hann hefur sjálfur fengið á tímabilinu. Hann segir hana að vissu leyti hafa átt rétt á sér.
„Ég var ekki góður í ekki vel skipulögðu liði. Ég tel að stuðningsmennirnir hafi verið fljótir að mála upp mynd af mér eftir eina lélega frammistöðu. Maður er málaður sem vandamálið en svo á maður góðan leik í sinni stöðu gegn Brentford í FA-bikarnum og þá er maður orðinn geggjaður," segir Guðlaugur Victor sem fór ekki mjög vel af stað hjá Plymouth.
Wayne Rooney var rekinn sem stjóri Plymouth og segist Guðlaugur Victor hafa fundið að hann hafði misst traustið frá stjóranum, sem einnig var stjóri hans hjá DC United í Bandaríkjanum.
„Ég þurfti bara að bíða og vera þolinmóður. En svo komu leikir inn á milli sem því miður fóru ekki vel fyrir mig og ekki fyrir liðið og þá held ég að hann hafi svolítið misst traustið gagnvart mér.Hann sjálfur var undir pressu, ekki að ná í úrslit og þá var hann með sína ellefu leikmenn í huganum, sem þjálfarar gera. En hlutirnir milli mín og hans voru alltaf á fínum nótum og það var aldrei neitt persónulegt."
Guðlaugur Victor lýsir Rooney sem gamaldags stjóra,
„Hann er mjög gamaldags (old school) að því leyti að hann lærir af David Moyes og Alex Ferguson, þessum knattspyrnustjórum. Hlutirnir eru búnir að breytast mikið í fótbolta," segir Guðlaugur Victor í viðtalinu við Stöð 2.
Plymouth tapaði um helgina en hafði náð í mjög góð úrslit í leikjunum þar á undan og það er farið að birta til undir stjórn Miron Muslic sem var ráðinn eftir að Rooney var rekinn.
Athugasemdir