Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. mars 2021 15:58
Elvar Geir Magnússon
Cavani fór ekki með til Mílanó
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Manchester United ferðaðist til Mílanó í dag en liðið mætir AC Milan á morgun í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Þegar liðin mættust í síðustu viku þá kom Amad Diallo enska liðinu yfir með frábærum skalla en AC Milan jafnaði í uppbótartíma þegar Simon Kjær skoraði. Úrslitin 1-1.

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba er kominn af meiðslalistanum og er í leikmannahópi United, sama gildir um Donny Van de Beek.

David de Gea er einnig í hópnum en hann hefur lokið sóttkví eftir komuna frá Spáni.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani átti að vera í hópnum en hann ferðaðist ekki með til Mílanó eftir að bakslag kom upp á æfingu.

Hópurinn sem fór til Mílanó: De Gea, Henderson, Grant; Lindelöf, Maguire, Shaw, Telles, Tuanzebe, Wan-Bissaka, Williams; Amad, Fernandes, Fred, James, Matic, McTominay, Pogba, van de Beek; Greenwood, Rashford.


Athugasemdir
banner
banner