Ange Postecoglou þjálfari Tottenham svaraði spurningum á fréttamannafundi í dag fyrir leik kvöldsins á útivelli gegn Eintracht Frankfurt.
Postecoglou hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu enda hefur gengi Tottenham í ensku úrvalsdeildinni verið sögulega lélegt.
Liðið er þó komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar og er markmiðið að sigra keppnina til að næla sér í Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.
„Ég lít ekki á mig eða ferilinn minn útfrá því sem annað fólk hugsar. Ég mun aldrei gera það. Ég er ekki betri þjálfari ef ég vinn þennan leik. Fólk sem heldur að ég sé lélegur þjálfari er ekki að fara að skipta um skoðun útaf einum leik, en mér er alveg sama. Ég finn ekki fyrir neinum kvíða tengdan þessu," sagði Postecoglou.
„Við erum að fara að leggja allt í sölurnar til að komast í undanúrslitin. Við munum berjast af fullum krafti."
Athugasemdir