Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 17. ágúst 2021 10:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba fengi risasamning hjá PSG - Kane vill fara
Powerade
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Lingard.
Lingard.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og er tekinn saman af BBC.



PSG mun bjóða Paul Pogba (28) 510 þúsund pund í vikulaun til að reyna tryggja að hann gangi til liðs við liðið. Samningur Pogba við Man Utd rennur út næsta sumar. (Independent)

Harry Kane (28) vonast til að Man City muni bjóða í sig í þessari viku. Það þarf metupphæð til að fá Kane frá Spurs. (Telegraph)

Man City ætlar sér að fá Kane frá Spurs þrátt fyrir að Spurs vilji ekki selja. (ESPN)

City mun hætta að sýna áhuga á Kane ef Tottenham neitar að selja hann í sumar. (Mail)

Jordan Henderson (31) er búinn að ná samkomulagi um nýjan samning við Liverpool. (Athletic)

Man Utd hefur fengið veður af því að Juventus og Cristiano Ronaldo (36) séu með áform um að Ronaldo yfirgefi ítalska félagið. (La Repubblica)

Ole Gunnar Solskjær vill að Man Utd framlengi við fimm leikmenn hjá félaginu. Paul Pogba og Bruno Fernandes eru meðal þeirra. (Sun)

Martin Ödegaard (22) gæti verið einu skrefi nær Arsenal eftir að umboðsmaður hans flaug til London til að ræða við Arsenal. Ödegaard virðist ekki í plönum Real Madrid. (Mirror)

West Ham gæti fengið Jesse Lingard (28) frá Man Utd en United vill fá 20 milljónir punda fyrir Lingz. (Express)

Chelsea er í viðræðum við Lyon um sölu á Emerson Palmieri (27). Thomas Tuchel vill minnka hópinn hjá sér. (Guardian)

Hector Bellerin (26) vill yfirgefa Arsenal í sumar. Inter Milan fylgist með Bellerin. (Athletic)

Chelsea vinnur að því að selja Ross Barkley, Danny Drinkwater og Tiemoue Bakayoko í sumar. (Athletic)

West Ham vonasti til að fá Kurt Zouma (26) frá Chelsea. (Gurdian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner