Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. september 2020 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísland í dag - Tveir leikir i Pepsi Max og tveir í Lengjudeildinni
Ná Valsmenn að hefna aftur fyrir tapið í deildinni?
Ná Valsmenn að hefna aftur fyrir tapið í deildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir eru á dagskránni í deildarkeppninni á Íslandi þennan fimmtudaginn.

Tveir leikir fara fram í Pepsi Max-deild karla og fara þeir leikir fram á Norðurálsvellinum á Akranesi og á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. ÍA tekur á móti toppliði Vals. ÍA sigraði fyrri deildarleik liðanna sannfærandi en Valur svaraði með bikarsigri í ágúst. FH tekur þá á móti Víkingi. Víkingur er með fjórtán stig neðarlega í töflunni á meðan FH reynir að halda í við Val í toppbaráttunni. Víkingur vann fyrri leik liðanna.

Í Lengjudeildinni eru tveir leikir á dagskrá sem var frestað í gær. Grindavík tekur á móti Leikni Reykjavík. Leiknir er í 3. sæti deildarinnar og Grindavík er um miðja deild og gæti þetta verið síðasta tækifæri liðsins að blanda sér í toppbaráttuna. Keflavík tekur svo á móti Fram í uppgjöri toppliðana. Fram er í toppsætinu en Keflavík á leik til góða.

Þá er einn leikur á dagskrá í 2. deild kvenna. Stöðuna í deildunum má sjá hér að neðan.

Pepsi Max-deild karla
16:30 ÍA-Valur (Norðurálsvöllurinn)
16:30 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)

Lengjudeild karla
16:30 Grindavík-Leiknir R. (Grindavíkurvöllur)
16:30 Keflavík-Fram (Nettóvöllurinn)

2. deild kvenna
16:45 Álftanes-Hamar (Bessastaðavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner