Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
   sun 18. febrúar 2024 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Edwards: Stjórnuðum stórum hluta leiksins
Edwards er 41 árs gamall og hefur stýrt Wolves, Telford United, U16 landsliði Englands, Forest Green Rovers og Watford á þjálfaraferlinum.
Edwards er 41 árs gamall og hefur stýrt Wolves, Telford United, U16 landsliði Englands, Forest Green Rovers og Watford á þjálfaraferlinum.
Mynd: EPA
Rob Edwards, þjálfari Luton Town, var svekktur eftir 1-2 tap á heimavelli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Luton tapaði eftir opinn og fjörugan leik þar sem öll mörk leiksins voru þó skoruð á fyrsta stundarfjórðunginum.

„Við megum ekki gefa Man Utd tveggja marka forystu bara sísvona. Við gerðum sjálfum okkur erfitt fyrir með þessum mistökum. Við héldum okkur við leikplanið og vorum með í leiknum allan tímann. Við fengum flott færi til að skora en skildum vörnina eftir opna og þeir reyndu að refsa okkur með skyndisóknum," sagði Edwards eftir lokaflautið.

„Við spiluðum flottan fótbolta og litum vel út. Við erum að spila vel en erum ekki ná í stigin sem við eigum skilið. Þetta verður ansi hörð barátta út tímabilið, við eigum næst útileik gegn Liverpool sem verður ekki auðveldari leikur heldur en þessi í dag."

Luton átti 22 marktilraunir gegn 21 marktilraun Rauðu djöflanna í leiknum, en gestirnir frá Manchester fengu þó talsvert betri færi þegar vörn Luton var galopin.

„Við spilum sóknarsinnaðan fótbolta og þurfum að sýna hugrekki. Við sýndum mikið hugrekki í dag en við verðum að bæta ýmsa þætti í okkar leik, til dæmis að verjast skyndisóknum. Þeir fengu alltof mörg dauðafæri útaf því að við vorum ekki tilbúnir til að stöðva skyndisóknirnar.

„Frammistaða leikmanna var samt sem áður frábær, ég er mjög stoltur af þeim. Við stjórnuðum stórum hluta leiksins og sköpuðum góð færi en tókst bara ekki að skora. Við vorum óheppnir þegar Ross (Barkley) skallaði í slánna í uppbótartíma.

„Ég er mjög ósáttur með mörkin sem við fengum á okkur, en flest annað var mjög gott."


Luton er með 20 stig eftir 24 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 12 5 3 4 19 19 0 18
11 Everton 12 5 3 4 13 13 0 18
12 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
13 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner
banner