fim 18. mars 2021 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak fór sömu leið og Arnór: Allar leiðir opnar fyrir hann
Icelandair
Ísak Bergmann verður átján ára í næstu viku
Ísak Bergmann verður átján ára í næstu viku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór í leik með CSKA
Arnór í leik með CSKA
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson verður með U21 árs landsliðinu á lokamótinu í Ungverjalandi sem hefst í næstu viku. Ísak er Skagamaður og leikur í dag með IFK Norrköping.

Það gerði annar Skagamaður fyrir ekki svo löngu síðan sem svo tók næsta skref til CSKA í Moskvu. Arnór Sigurðsson var til viðtals í dag og var hann spurður út í Ísak.

Það er leikmaður hjá Norrköping sem er í U21. Hvernig er að fylgjast með því hvernig Ísak er að þróast sem leikmaður?

„Það er mjög gaman og gaman að sjá að hann fór sömu leið og ég," sagði Arnór.

„Hann heyrði í mér áður en hann tók þetta skref [frá ÍA til Norrköping] og ég sagði í raun nákvæmlega það við hann sem svo hefur verið að gerast. Ég sagði honum að hann fengi traustið ef hann stendur sig og þegar hann stendur sig eru í raun allar leiðir opnar fyrir hann. Það er frábært að sjá hvað hann hefur verið að standa sig vel þrátt fyrir mjög ungan aldur.“

Flottur gluggi fyrir hann að fá þetta lokamót til að láta ljós sitt skína?

„Já, algjörlega. Þetta er risamót, lokakeppni EM og klárlega gluggi, ekki bara fyrir hann heldur fyrir alla leikmennina. Ísland á lokamóti er ekki á hverju ári, þetta er þvílíkur heiður og þeir unnu fyrir þessu," sqagði Arnór.

Annað úr viðtalinu við Arnór:
„A-liðið er alltaf toppurinn á píramídanum og þar vill maður vera"
Arnór þvílíkt stoltur af Alfons: Var ekki auðvelt fyrir hann hjá Norrköping
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner