Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
banner
   þri 18. mars 2025 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eins og að fá nýjan leikmann þegar Már sneri heim - „Gleðifréttir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar fengu góðar fréttir í vetur þegar Már Ægisson tók þá ákvörðun að hætta í háskólanámi sínu í Bandaríkjunum.

Áður en Már fór út í ágúst á síðasta tímabili var hann farinn að vekja umtal með frammistöðu sinni og var einn af bestu leikmönnum Fram á þeim tímapunkti. Eftir að hann fór út gekk nánast ekkert hjá Fram sem endaði mótið illa.

Hann tók þá ákvörðun að hætta í námi sínu og sneri til Íslands, hefur æft vel í vetur og verður með Frömurum allt tímabilið.

„Hann var búinn að vera gríðarlega mikilvægur fyrir okkur þegar hann fór í nám til Bandaríkjanna. Við misstum mikið þegar hann fór," sagði Rúnar Krisitnsson, þjálfari Fram, við Fótbolta.net í gær.

„Nú kom hann óvænt til baka um áramótin og tilkynnti okkur að hann ætlaði ekki út aftur. Það eru gleðifréttir og í raun nýr leikmaður í hópinn, þar sem við höfðum ekki reiknað með honum fyrr en í júní," sagði Rúnar.

Már er fæddur árið 2000 og hefur leikið með Fram eða venslaliðinu, Úlfunum, allan sinn feril. Hann er fjölhæfur leikmaður sem skoraði þrjú deildarmörk í 16 leikjum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner