Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 06. ágúst 2024 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Ég er samt helvíti þreyttur ef ég á að vera hreinskilinn." Segir Már Ægisson, leikmaður Fram, eftir 2-1 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Sigurinn var sanngjarn heilt yfir en Már var besti maður vallarins.

„Ég veit ekki alveg hvað skóp sigurinn. Við vorum orkumeiri og sýndum meiri vilja. Við vorum geggjaðir í dag þó að við vorum ekki eins góðir í fyrri hálfleik þá stóðum við okkur helvíti vel í seinni. "

Már átti flotta fyrirgjöf sem nýjasti leikmaður Fram, Djenairo Daniels, stangaði í netið.

„Þetta var geggjað og það var svo gaman að sjá hvað hann var ánægður. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Fram og ekki það seinasta, ég veit það alveg. Hann er að koma vel inn í liðið og er með mikla orku. Hann býst við miklu frá mönnum og er bara frábær gæji."

Már Ægisson er að fara í nám í Bandaríkjunum og spilar ekki meira með Fram í sumar.

„Ég hef þroskast mikið sem leikmaður í sumar undir Rúnari. Ég er búinn að vera frábær í sumar."

Már hefur fengið að prófa nánast allar stöður vallarins undir handleiðslu Rúnars Kristinssonar í sumar.

„Mér finnst það mjög gaman. Það er líka bara alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er bestur í hægri vængbakverðinum en mér finnst skemmtilegast að vera á miðjunni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner