Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   þri 06. ágúst 2024 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Ég er samt helvíti þreyttur ef ég á að vera hreinskilinn." Segir Már Ægisson, leikmaður Fram, eftir 2-1 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Sigurinn var sanngjarn heilt yfir en Már var besti maður vallarins.

„Ég veit ekki alveg hvað skóp sigurinn. Við vorum orkumeiri og sýndum meiri vilja. Við vorum geggjaðir í dag þó að við vorum ekki eins góðir í fyrri hálfleik þá stóðum við okkur helvíti vel í seinni. "

Már átti flotta fyrirgjöf sem nýjasti leikmaður Fram, Djenairo Daniels, stangaði í netið.

„Þetta var geggjað og það var svo gaman að sjá hvað hann var ánægður. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Fram og ekki það seinasta, ég veit það alveg. Hann er að koma vel inn í liðið og er með mikla orku. Hann býst við miklu frá mönnum og er bara frábær gæji."

Már Ægisson er að fara í nám í Bandaríkjunum og spilar ekki meira með Fram í sumar.

„Ég hef þroskast mikið sem leikmaður í sumar undir Rúnari. Ég er búinn að vera frábær í sumar."

Már hefur fengið að prófa nánast allar stöður vallarins undir handleiðslu Rúnars Kristinssonar í sumar.

„Mér finnst það mjög gaman. Það er líka bara alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er bestur í hægri vængbakverðinum en mér finnst skemmtilegast að vera á miðjunni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner