Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
   þri 06. ágúst 2024 23:33
Kjartan Leifur Sigurðsson
Már Ægisson: Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður ógeðslega vel. Ég er samt helvíti þreyttur ef ég á að vera hreinskilinn." Segir Már Ægisson, leikmaður Fram, eftir 2-1 sigur á Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Sigurinn var sanngjarn heilt yfir en Már var besti maður vallarins.

„Ég veit ekki alveg hvað skóp sigurinn. Við vorum orkumeiri og sýndum meiri vilja. Við vorum geggjaðir í dag þó að við vorum ekki eins góðir í fyrri hálfleik þá stóðum við okkur helvíti vel í seinni. "

Már átti flotta fyrirgjöf sem nýjasti leikmaður Fram, Djenairo Daniels, stangaði í netið.

„Þetta var geggjað og það var svo gaman að sjá hvað hann var ánægður. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Fram og ekki það seinasta, ég veit það alveg. Hann er að koma vel inn í liðið og er með mikla orku. Hann býst við miklu frá mönnum og er bara frábær gæji."

Már Ægisson er að fara í nám í Bandaríkjunum og spilar ekki meira með Fram í sumar.

„Ég hef þroskast mikið sem leikmaður í sumar undir Rúnari. Ég er búinn að vera frábær í sumar."

Már hefur fengið að prófa nánast allar stöður vallarins undir handleiðslu Rúnars Kristinssonar í sumar.

„Mér finnst það mjög gaman. Það er líka bara alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er bestur í hægri vængbakverðinum en mér finnst skemmtilegast að vera á miðjunni."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner