Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 18. apríl 2021 07:30
Victor Pálsson
Messi markahæstur í úrslitaleik bikarsins
Lionel Messi er orðinn markahæsti leikmaður í sögu úrslitaleikja spænska Konungsbikarsins eftir leik við Athletic Bilbao í gær.

Þetta varð ljóst eftir 4-0 sigur Barcelona á Athletic í úrslitaleiknum og skoraði Messi tvennu.

Messi skoraði tíunda mark sitt í úrslitaleik keppninnar á ferlinum og er nú búinn að bæta met Telmo Zarra.

Messi hefur unnið þessa keppni sjö sinnum með Barcelona sem er magnaður árangur.

Messi er af mörgum talinn besti leikmaður sögunnar en hann á enn möguleika á að vinna deildina á tímabilinu með Barcelona.
Athugasemdir
banner