Júlíus Magnússon gekk í raðir hollenska félagsins Heerenveen eftir tímabil með 2. flokki Víkings árið 2014. Fimm árum seinna sneri hann heim í Víkina og varð síðasta haust bikarmeistari með félaginu.
Júlli lék sautján leiki með Víkingi í fyrra og skoraði eitt mark. Hann hefur leikið fimmtán leiki með U21 árs landsliði Íslands og hefur alls leikið 33 yngri landsliðsleiki. Í dag sýnir Júlli á sér hina hliðina.
Júlli lék sautján leiki með Víkingi í fyrra og skoraði eitt mark. Hann hefur leikið fimmtán leiki með U21 árs landsliði Íslands og hefur alls leikið 33 yngri landsliðsleiki. Í dag sýnir Júlli á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Júlíus Magnússon
Gælunafn: Júlli
Aldur: 21árs
Hjúskaparstaða: Single
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði eitthvað á undirbúningstímabilinu árið 2014, rétt áður en ég fór út, en annars er fyrsti í Pepsi bara í fyrrasumar.
Uppáhalds drykkur: Fyrsti bollinn á morgnana
Uppáhalds matsölustaður: Ginger
Hvernig bíl áttu: Nissan Micra
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Last Dance eru hellaðir
Uppáhalds tónlistarmaður: Dark Lane Demo Tapes platan er heit
Fyndnasti Íslendingurinn: Gillzi
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Oreo, bláber og kökudeig
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Pöntun móttekin
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Never say never
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Miðjan á móti Spáni U21 í undankeppninni úti voru Rodri, Dani Ceballos og Fabian Ruiz.. Ekki lent í öðru eins hlaupi
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugs og Davíð Snorri
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Dettur enginn í hug
Sætasti sigurinn: Bikarúrslitin í fyrra, Unreal
Mestu vonbrigðin: Ná ekki mínum markmiðum hjá Heerenveen
Uppáhalds lið í enska: Arsenal
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hilmar Árni
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þær eru margar fallegar
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Luigi, Ágúst Hlyns og Atli Hrafn eru illaðir
Uppáhalds staður á Íslandi: Víkin
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það má nefna það þegar ég lagði upp mark á móti Wales U19 með legghlífinni, og alveg talsvert fyrir aftan miðju. Ansi stoltur af því.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilli vekjarann
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðeins með golfi en annars kemst ekki mikið annað að
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræðin
Vandræðalegasta augnablik:
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki líklegast tvo gáfaða, Erling Agnars og Óttar Magnús. Síðan myndi ég draga Þórð Ingason með fyrir stanslaust comedy.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Finnst grænir bananar betri en gulir
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Halldór Smári er ógeðslega seigur
Hverju laugstu síðast:
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Byrja á því að hreyfa mig og síðan eru frekar óspennandi hlutir að gerast..
Athugasemdir