Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 18. júní 2021 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eriksen útskrifaður af spítalanum
Eriksen í leik á Laugardalsvelli.
Eriksen í leik á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian Eriksen, landsliðsmaður Danmerkur, er útskrifaður af spítalanum í Kaupmannahöfn.

Eriksen hneig niður í leik gegn Finnlandi í síðustu viku og fór í hjartastopp. Sem betur fer náðist að bjarga lífi hans með skjótum viðbrögðum.

Danska knattspyrnusambandið var að senda frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Eriksen hafi gengist undir aðgerð og sé núna laus af sjúkrahúsi.

Hann er búinn að hitta liðsfélaga sína en mun núna fara heim til sín og verja tíma með fjölskyldu sinni.

„Ég mun styðja liðið gegn Rússlandi á mánudag," segir Eriksen en honum líður vel miðað við aðstæður.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner