Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   þri 18. júní 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið í stórleiknum - Byrjar Gylfi?
Gylfi klár í að byrja?
Gylfi klár í að byrja?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed spilaði 0 mínútur gegn Fylki.
Pablo Punyed spilaði 0 mínútur gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Ingvar klár í slaginn?
Verður Ingvar klár í slaginn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar átti mjög góða innkomu gegn Blikum.
Valdimar átti mjög góða innkomu gegn Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Elfar við hlið Hólmars?
Verður Elfar við hlið Hólmars?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er stórleikur á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tekur á móti Víkingi á N1 vellinum. Víkingur er á toppnum og Valur er í 3. sæti deildarinnar.

Það má búast við fullri stúku í kvöld svo það er um að gera að kaupa sér miða sem fyrst ef planið er að fara á völlinn.

Fótbolti.net setur upp líkleg byrjunarlið liðanna í kvöld.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Við spáum tveimur breytingum á liði Vals frá sigrinum gegn Keflavík í bikarnum. Við spáum því að Gylfi Þór Sigurðsson komi inn í liðið fyrir Guðmund Andra Tryggvason. Gylfi lék tæplega 40 mínútur gegn Keflavík fyrir rúmri viku síðan sem var fyrsti leikur hans eftir meiðsli.

Óvíst er hvort Aron Jóhannsson sé klár í slaginn og því er hann ekki í líklegu byrjunarliði. Stærsta spurningamerkið er hver hvaða leikmaður spilar við hlið Hólmars Arnar Eyjólfssonar í hjarta varnarinnar. Orri Sigurður Ómarsson hefur glímt við meiðsli og Jakob Franz Pálsson hefur stigið inn í liðið í fjarveru Orra. Elfar Freyr Helgason byrjaði síðasta leik og við spáum því að hann byrji aftur. Jakob Franz byrjaði við hlið hans gegn Keflavík en við spáum því að fyrirliðinn Hólmar Örn snúi aftur í liðið.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Víkingur sigraði Fylki í bikarnum fyrir helgi og við spáum fimm breytingum á liði Víkings fyrir leikinn í kvöld.

Við spáum því að Oliver Ekroth verði klár eftir að hafa líklegast nefbrotnað í leiknum gegn Fylki. Við spáum því að líkt og gegn Breiðabliki þá muni Karl Friðleifur Gunnarsson þurfa að bíta í það súra epli að byrja á bekknum í kvöld.

Pablo Punyed hvíldi gegn Fylki og við spáum því að hann komi inn fyrir Matthías Vilhjálmsson. Þeir Nikolaj Hansen, Ari Sigurpálsson og Valdimar Þór Ingimundarson byrjuðu allir á bekknum og við spáum því að þeir komi inn í liðið fyrir þá Helga Guðjónsson, Danijel Dejan Djuric og Karl Friðleif. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vongóður um að Ingvar Jónsson yrði klár í slaginn og við spáum því að hann komi inn fyrir Pálma Rafn Arinbjörnsson.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:15.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner