Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   sun 16. júní 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
'Ég á stundum erfitt með það, en maður er alltaf að læra'
'Ég á stundum erfitt með það, en maður er alltaf að læra'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi gæti tekið stóran þátt í leiknum á þriðjudag.
Gylfi gæti tekið stóran þátt í leiknum á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Aron Jó með gegn Víkingi?
Verður Aron Jó með gegn Víkingi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sir Bobby Robson.
Sir Bobby Robson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson ræddi við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, eftir blaðamannafund Vals á föstudag. Framundan er stórleikur Vals og Víkings í Bestu deildinni. Leikurinn fer fram á þriðjudagskvöld.

„Við getum sagt að þetta sé stærsti leikurinn núna, það var risaleikur í Kópavoginum hjá okkur eftir að vera þá búnir að misstíga okkur nokkrum sinnum, í stöðunni í dag er þetta risaleikur og við erum að spila við það lið sem er búið að vera svolítið dómínerandi síðustu 3-4 ár. Víkingar eru rosalega massífir og flottir. Þegar þeir spila vel þá rúlla þeir yfir lið, svo geta samt unnið sannfærandi þrátt fyrir að spila ekkert endilega frábærlega. Það er rosalega góður eiginleiki; þrautseigja að gefast aldrei upp, dugnaður og hversu klínískir þeir eru. Við þurfum að eiga toppdag. Við vitum að við erum drullugóðir og getum spila frábæran fótbolta. Ég hlakka til, vona að það verði fullur völlur, gott veður og þá á ég von á flottum leik. Þó að Arnar (Gunnlaugsson, þjálfari Víkings) hafi eitthvað talað um að leggjast til baka á fundinum þá eru Víkingar alltaf sókndjarfir," sagði Arnar Grétarsson og brosti.

„Þeir eru mjög agressífir fram á við og ég á von á skemmtilegum leik."

Aron Jóhannsson hefur misst af síðustu þremur leikjum Vals og Gylfi Þór Sigurðsson sneri til baka eftir meiðsli í leiknum gegn Keflavík fyrir viku síðan.

„Það eru allar líkur á því að Gylfi taki stóran þátt í leiknum. Það er ennþá smá spurningamerki með Aron, en hann er allavega byrjaður að æfa með okkur og það er jákvætt. Það lítur betur út."

Ekki hægt að segja neitt fyrr en í lok tímabils
Á fundinum hrósaði Arnar Gunnlaugsson Val fyrir uppganginn síðustu vikur.

„Það er alltaf gaman þegar menn fá eitthvað hrós, en í lok dagsins þá er ekki hægt að segja eitt eða neitt fyrr en í lok tímabils. Við erum búnir að setja saman marga leiki þar sem frammistaðan er góð og viljum meina að við eigum að vera með fleiri stig en við erum með. Við erum búnir að tapa einum leik á þessu tímabili, leik þar sem við lentum manni undir í fyrri hálfleik. Það er mikið eftir af mótinu, 17 leikir, við þurfum að halda löppunum niðri, vera vinnusamir og duglegir. Þetta snýst um að sýna góða frammistöðu, ef þú nærð því þá fylgja yfirleitt úrslitin með. Það eru allir leikir í deildinni erfiðir, þessi er sérstaklega erfiður, en það er engin léttur leikur í deildinni. Við fáum meistarana í heimsókn og þurfum að vera í okkar gír."

Nýr rígur?
Arnar Gunnlaugsson var spurður út í möguleikann á því að rígur myndi myndast milli þjálfaranna. Nafni hans, Grétarsson, fékk sömu spurningu.

„Auðvitað vilja menn alltaf keppa. Núna er hann búinn að vera vinna titla. Við viljum reyna komast í það sæti og ýta honum aðeins til hliðar. Hvort það myndast einhver hasar eða svoleiðis, það er annað mál. Mér finnst alltaf að menn eigi að gefa allt inn á vellinum og vera þar 100%. (Eins og) heiðursmaðurinn Sir Bobby Robson (gerði), mér finnst svolítið flott að geta barist 110% þegar þú ert inni á vellinum, en um leið og leikurinn er búinn að geta þá kyngt og tekið í hendina á mönnum, alveg sama hvernig fer. Ég á stundum erfitt með það, en maður er alltaf að læra," sagði Arnar sem skipti svo aðeins um gír.

Alltof mikið reynt að fá aukaspyrnur með leikaraskap
„Mér finnst stundum með fótboltann í dag, það er alltaf verið að tala um FIFA Fairplay; að spila og vera heiðarlegur hvernig þú vinnur. Mér finnst síðustu ár alltof mikið verið að reyna svindla, reynt að fá aukaspyrnur með leikaraskap. Þetta er orðinn stór partur í leiknum sem mér finnst leiðinlegur. Þetta þekktist ekki þegar ég var að spila; að vera með einhverja taktík að henda þér niður og öskra til þess að fá aukaspyrnur. Mér finnst þetta leiðinlegt við fótboltann, finnst þetta alltaf vera meira og meira, verið að spila á dómara og annað. Vonandi verður ekkert svoleiðis. Það er búið að vera mikið um vafaatriði, dóma, og dómarar verið í stórum hlutverkum. Ég vona að það verði ekki á þriðjudaginn, vona að þetta verði alvöru leikur og liðið sem er betra vinni, vona að það verði ekki vafaatriði sem muni skera úr um það. Það er bara leiðinlegt," sagði Arnar Grétarsson að lokum.

Leikur Vals og Víkings fer fram á N1 vellinum á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 20:15.
Athugasemdir
banner
banner
banner