Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mán 18. desember 2023 14:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Er mikill keppnismaður og fyrst ég fór í þetta viðræðuferli þá vil ég vinna það"
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kári og Arnar.
Kári og Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram að því er ég bara þjálfari Víkings og mjög spenntur fyrir komandi tímabili
Fram að því er ég bara þjálfari Víkings og mjög spenntur fyrir komandi tímabili
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnar Gunnlaugsson er einn af þeim sem kemur til greina sem næsti þjálfari Norrköping. Hann hefur rætt við félagið nokkrum sinnum og fór til Svíþjóðar á fund í síðustu viku.

Arnar var til viðtals í dag og var hann spurður út í stöðu mála.

„Staðan er mjög einföld, ég er búinn að taka þátt í fjórum fundum með þeim, búinn að vera þvílíkur heiður að taka þátt í þessu ferli og mjög mikil reynsla. Svo fara þeir og leggjast undir feld og velja sinn mann. Ef þeir velja mig þá þurfa þeir að tala við Víking og tala við mig. Fram að því er ég bara þjálfari Víkings og mjög spenntur fyrir komandi tímabili."

„Ég er mikill keppnismaður og fyrst ég fór í þetta viðræðuferli þá vil ég vinna það. Ef ég vinn það þá þarf bara að koma í ljós hvort að samningar náist við Víkinga, samningar náist við mig og hvort ég og mín fjölskylda tökum þá ákvörðun að flytja út. Fyrst og fremst vil ég vinna þetta viðræðuferli."

„Nei, hafandi verið í fótbolta í marga áratugi þá verður maður bara að vera slakur yfir þessu. Ég er ekki að eltast við svari við þá. Ég er bara að sinna mínu starfi hérna og bíð rólegur,"
sagði Arnar hvort að hann væri með einhverja dagsetningu varðandi hvenær hann vill fá að vita hvað verður.

Stærri útgáfan af Akranesi
En hvernig líst honum á Norrköping?

„Geggjað, ég hef þekkt félagið aðeins í gegnum Garðar. Svo hef ég fylgst með klúbbnum með öllum þessum Íslendingum sem hafa spilað þarna. Mín tilfinning er að þetta sé knattspyrnubær, stærri útgáfan af Akranesi. Eftir að hafa talað við stjórnarmennina og fundið 'kemistríuna' þar þá eru þetta svipaðir stjórnunarhættir og eru við líði hérna í Víkingi. Þetta er klúbbur að mínu skapi," sagði Arnar. Garðar er yngri bróðir Arnars og lék hann með Norrköping á árunum 2007-2008. Þar skoraði hann 30 mörk í 45 deildarleikjum.

Þvílík reynsla
Fylgist hann vel með fréttum hvernig málin eru að þróast?

„Ég fylgist með því sem hefur verið skrifað um í fréttum. Ég geri ráð fyrir að hinir aðilarnir hafi farið í gegnum svipað ferli og ég. Þú ert vel grillaður af öllum þessum spurningum sem þú færð. Hvernig sem verður fyrir okkur alla, þá er þetta þvílík reynsla að hafa tekið þátt í þessu. Þetta er mitt fyrsta skipti í viðræðum við erlent félag. Ef ég verð ekki valinn þá mun ég nýta mér reynsluna í næstu viðræðum. Hvort sem það yrði eftir á eða tíu ár."

„Væri gott að fá lausn á því sem fyrst"
Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, var spurður út í stöðu Arnars.

„Ég get í raun ekki sagt meira. Við gáfum þeim leyfi á því að tala við hann, en hefur í raun ekkert spurst frá þeim síðan. Það verður bara að koma í ljós," sagði Kári.

Ertu að búast við að halda honum?

„Ég veit það ekki alveg, jú jú alveg eins. Ég held þetta sé algjörlega 50-50 hvað gerist í þessum málum. Það væri gott að fá lausn á því sem fyrst."

Ef Arnar fer, er þá planað að Sölvi Geir Ottesen taki við sem aðalþjálfari?

„Ég held það sé ekkert launungarmál að hann er okkar fyrsti kandídat í þetta. Ég vil að það sé samfella í starfinu hérna í Víkingi. Hann er augljósasti kosturinn," sagði Kári.
Arnar Gunnlaugs: Efast um að nokkurt lið hafi verið með jafnsterkan leikmannahóp
Kári Árnason: Alveg ljóst að þetta er mikil áhætta fyrir báða aðila
Athugasemdir
banner
banner
banner