Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   fös 15. desember 2023 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Tjáir sig um þjálfaraleit Norrköping - „Rætt við nokkra áhugaverða kosti“
Arnar Gunnlaugsson er meðal þeirra sem berjast um starfið
Arnar Gunnlaugsson er meðal þeirra sem berjast um starfið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norrköping mun á næstu dögum tilkynna ráðningu á nýjum þjálfara en Tony Martinsson, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, vildi lítið gefa upp í viðtali við Norrköping Tidningar.

Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson hafa báðir farið í viðtal hjá félaginu.

Jóhannes ræddi við Fótbolta.net um fundinn sem hann átti og sagði það mikilvæga reynslu í bankann á meðan Arnar hefur kosið að tjá sig ekki að svo stöddu.

Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, hefur einnig rætt við Norrköping, en það er talið líklegast að hann taki við sem tæknilegur stjórnandi hjá sænska fótboltasambandinu.

Martinsson segir að það styttist í að nýr þjálfari verði tilkynntur.

„Nei, það er ekki ráðið. Við höfum rætt við nokkra áhugaverða kosti og það nokkrum sinnum. Við erum með ákveðna mynd í huga, en þetta ætti að vera klárt fyrir aðfangadagskvöld eða gamlárskvöld. Það verður alla vega á þessu ári,“ sagði hann við NT Sport.

Jóhannes Karl hefur einnig rætt við Öster í sænsku B-deildinni, en Srdjan Tufegdzic hætti með liðið á dögunum. Jóhannes er því með nokkur járn í eldinum.
Athugasemdir
banner
banner