Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 19. mars 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola: Pogba ætlar að ná Meistaradeildarsæti
Mynd: Getty Images
Mikil óvissa ríkir varðandi framtíð Paul Pogba í ljósi mikils áhuga frá Real Madrid, þar sem goðsögnin Zinedine Zidane er við stjórn.

Pogba hefur lítið sem ekkert spilað með Manchester United á leiktíðinni vegna meiðsla og það verður áhugavert að sjá hvernig heimsmeistarinn mun spila þegar úrvalsdeildin fer aftur í gang.

Raiola er reglulega spurður út í framtíð Pogba og segir leikmanninn vera einbeittan að því að gera vel fyrir Man Utd og ná Meistaradeildarsæti með félaginu í sumar.

„Paul Pogba er að ganga í gegnum erfiða stundu en trúið mér, hann þráir ekkert heitar heldur en að enda tímabilið vel með Manchester United og ná Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð," sagði Raiola við Marca.

„Ég veit ekki hvað gerist næsta sumar eða sumarið 2021 þegar samningurinn rennur út. Ég get ekki vitað það. Það sem skiptir máli núna er að gera vel fyrir Man Utd, svo sjáum við til hvað gerist í framtíðinni. Það eru mörg félög sem hafa áhuga á honum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner