Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   mið 19. júní 2024 10:34
Elvar Geir Magnússon
Víkingur til Prag ef liðið vinnur Shamrock
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tékklandsmeistarar Sparta Prag verður mótherji Víkings ef Íslandsmeistararnir ná að leggja Shamrock Rovers frá Írlandi í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer þá fram á Íslandi.

Dregið var í Nyon í dag en Víkingur hefði einnig getað fengið Bodö/Glimt, Malmö eða Midtjylland.

Ef Víkingur vinnur Shamrock er liðið öruggt með sæti í allavega 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og þar með úrslitaeinvígi um sæti í riðlakeppni.

Breiðablik varð fyrst íslenskra karlaliða til að komast í riðlakeppni í Evrópu á síðasta tímabili þegar liðið fór í Sambandsdeildina.

Ef Víkingur tapar fyrir Shamrock færist liðið niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Viðureignin gegn Shamrock verður spiluð 9./10. júlí og 16./17. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner