Dregið var í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í dag og var Víkingur Reykjavík í pottinum. Drátturinn var haldinn í Nyon í Sviss.
Víkingur mætir írsku meisturunum í Shamrock Rovers og spila Íslandsmeistararnir fyrri leikinn á heimavelli.
Breiðablik sló út Shamrock í 1. umferð forkeppninnar á síðasta tímabili. Breiðablik vann fyrri leikinn 0-1 á Írlandi og seinni leikinn 2-1 á Kópavogsvelli.
Víkingur mætir írsku meisturunum í Shamrock Rovers og spila Íslandsmeistararnir fyrri leikinn á heimavelli.
Breiðablik sló út Shamrock í 1. umferð forkeppninnar á síðasta tímabili. Breiðablik vann fyrri leikinn 0-1 á Írlandi og seinni leikinn 2-1 á Kópavogsvelli.
Vitað var fyrir dráttinn að andstæðingarnir sem Víkingur gæti mætt væru: Finnlandsmeistararnir HJK Helsinki, eistnesku meistararnir Flora Tallinn, Færeyjameistarnir KÍ Klaksvík, írsku meistararnir Shamrock Rovers eða lettnesku meistararnir FC RFS. Þessi lið voru 'seeded' en Víkingur var 'unseeded'.
Það er út af fyrri árangri liðanna í Evrópukeppnum, 'seeded' lið gátu ekki dregist gegn öðrum liðum sem voru 'seeded'. HJK Helsinki er með flestu Evrópustigin af liðinum sem Víkingur gat mætt.
Leikdagarnir verða 9./10. júlí og 16./17. júlí. Dagsetningarnar verða klárar seinna í vikunni.
Athugasemdir