Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. október 2019 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: GSM skoraði í fyrsta sinn
Suarez og Griezmann fagna gegn Eibar.
Suarez og Griezmann fagna gegn Eibar.
Mynd: Getty Images
Eibar 0 - 3 Barcelona
0-1 Antoine Griezmann ('13)
0-2 Lionel Messi ('58)
0-3 Luis Suarez ('66)

Sóknartríó Barcelona, myndað af Antoine Griezmann, Luis Suarez og Lionel Messi, var á skotskónum gegn Eibar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem sóknarmennirnir skora allir í sama leik fyrir félagið.

Griezmann nýtti sér varnarmistök og skoraði eina mark fyrri hálfleiksins eftir langa sendingu frá Clement Lenglet.

Griezmann lagði svo upp annað mark leiksins fyrir Messi, og átti Suarez einnig þátt í markinu.

Suarez gerði svo út um leikinn eftir laglegan undirbúning frá Griezmann og Messi og geta stuðningsmenn Barcelona verið spenntir fyrir framhaldinu því sóknarmennirnir náðu mjög vel saman.

Barca er á toppi spænsku deildarinnar með 19 stig eftir 9 umferðir. Real Madrid getur endurheimt toppsætið gegn Mallorca í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner