Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 17:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trent vildi ekki tjá sig um framtíðina - „Sparaði þetta fyrir rétta augnablikið"
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold var hetja Liverpool þegar liðið vann Leicester á King Power vellinum í dag.

Sigurinn þýðir að liðið er einum sigri frá því að vinna titilinn en liðið fær Tottenham í heimsókn um næstu helgi.

„Við erum svo nálægt þessu. Þetta var mikilvægur leikur fyrir mig því ég var að koma til baka efti rmeiðsli, ég hef lagt hart að mér til að komast í form. Ég var ánægður að leggja mitt af mörkum, þetta var stórt," sagði Alexander-Arnold.

Alexander-Arnold skoraði með vinstri fæti eftir mikinn darraðadans inn á teig Leicester.

„Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið fyrsta markið mitt með vinstri fæti á ferlinum. Ég hef verið að klikka á svona færum en ég sparaði þetta fyrir rétta augnablikið. Við erum einum sigri frá því að vinna titilinn og að gera það með stuðningsmönnunum er sérstakt."

Samningur Alexander-Arnold rennur út í sumar en talið er að hann sé á leið til Real Madrid.

„Ég ætla ekki að ræða stöðu mína. Þessir dagar eru alltaf sérstakir, að skora mörk, vinna leiki og vera nálægt því að vinna titilinn, það eru augnablik sem munu fylgja mér alla ævi og ég er ánægður að vera hluti af því," sagði Alexander-Arnold að lokum.
Athugasemdir