Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júní 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raggi Sig fékk afmælisgjöf frá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður, fagnaði 33 ára afmælisdegi sínum í gær.

Ragnar leikur með Rostov í Rússlandi og er einn mikilvægasti leikmaður landsliðsins. Hann skoraði tvennu er Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í undankeppni EM fyrr í þessum mánuði.

Fylkir, uppeldisfélag Ragnars, ákvað að gefa honum afmælisgjöf í gær.

„Raggi spilaði frábærlega í landsleikjunum gegn Albaníu og Tyrkjum, skoraði bæði mörkin gegn Tyrkjum. Hjörtur Hermanns og Viðar Örn stóðu sig vel í þessum verkefnum. Við hjá Fylki erum stolt af Ragga og öllu landsliðsfólki okkar. Raggi sem er uppalinn Fylkismaður hefur spilað 88 A - landsleiki og skorað í þeim 5 mörk," segir í færslu Fylkis á Facebook.

„Við færðum Ragga keppnistreyju Fylkis í afmælisgjöf og hún fer honum ansi vel. Njóttu dagsins Raggi."

Hér að neðan má sjá Ragga, klæddan í afmælisgjöfina.


Athugasemdir
banner
banner