Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 20. júlí 2019 02:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool þurfti að sætta sig við tap gegn Dortmund
Liverpool 2 - 3 Dortmund
0-1 Paco Alcacer ('3)
1-1 Harry Wilson ('35)
1-2 Thomas Delaney ('53)
1-3 Jacob Bruun Larsen ('58)
2-3 Rhian Brewster ('75, víti)

Liverpool laut í lægra haldi gegn Dortmund frá Þýskalandi í æfingaleik sem var að ljúka. Leikurinn var spilaður í Notre Dame í Indiana í Bandaríkjunum.

Evrópumeistararnir fóru ekki vel af stað því Spánverjinn Paco Alcacer kom Dortmund yfir eftir aðeins þrjár mínútur. Varnarleikurinn hjá Liverpool var ekki nægilega góður í markinu.

Liverpool jafnaði metin á 35. mínútu og var Harry Wilson þar að verki. Wilson, sem var í láni hjá Derby á síðustu leiktíð, skoraði eftir sendingu Fabinho. Staðan var 1-1 í hálfleik í Notre Dame.

Hinn 18 ára gamli Yaser Larouci í vinstri bakverði Liverpool hreif fjölmiðlamanninn James Pearce með frammistöðu sinni. Að sögn Pearce gerði Larouci vel í baráttu sinni gegn enska landsliðsmanninum Jadon Sancho í liði Dortmund.


Dortmund byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst fljótlega í 3-1. Thomas Delaney skoraði fyrst og síðan gerði landi hans, Jacob Bruun Larsen, þriðja markið.

Rhian Brewster kom inn á sem varamaður og minnkaði muninn úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur var eftir. Lengra komst Liverpool hins vegar ekki og niðurstaðan 3-2 sigur Dortmund. Fyrsta tap Liverpool á undirbúningstímabilinu, en fyrir leikinn í kvöld hafði Liverpool unnið gegn Tranmere og Bradford.

Næsti æfingaleikur Liverpool er gegn Sevilla á morgun, sunnudag.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Clyne, Matip, Gomez, Larouci, Oxlade-Chamberlain, Fabinho, Milner, Wilson, Origi, Kent.

Komu inn á sem varamenn eftir klukkutíma: Alexander-Arnold, Henderson, Lovren, Robertson, Wijnaldum, Van Dijk, Curtis Jones, Woodburn, Adam Lewis, Brewster.



Athugasemdir
banner
banner