Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mán 20. nóvember 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekkert riftunarákvæði í nýjum samningi Evan Ferguson
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
Það er ekkert riftunarákvæði í nýjum samningi sóknarmannsins Evan Ferguson hjá Brighton.

Félagið er því með góð tök á því sem koma skal hjá sóknarmanninum efnilega. Brighton vonast til þess að hann muni kosta meira en 100 milljónir punda þegar hann verður seldur.

Ferguson skrifaði undir nýjan samning fyrr í þessum mánuði sem gildir til sumarsins 2029.

Ferguson, sem er 19 ára gamall, hefur skorað fimm mörk í ellefu deildarleikjum á tímablinu, þar á meðal þrennu í 3-1 heimasigri gegn Newastle.

Hann á að baki átta A-landsleiki fyrir Írland og hefur í þeim skorað þrjú mörk.

Hann hefur mikið verið orðaður við Manchester United, félagið sem hann studdi á sínum yngri árum. En það er ljóst að United þarf að borga gríðarlega vel til að fá hann.
Athugasemdir
banner
banner