Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   mán 20. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin í Portúgal: Glæsilegt skot Bruno
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Portúgal vann góðan 2-0 sigur á Íslandi í lokaleiknum í J-riðli í undankeppni Evrópumótsins í Lisbon í gær.

Bruno Fernandes og Ricardo Horta sáu um að skora mörkin, en íslenska vörnin náði að halda Portúgölum ágætlega í skefjum framan af.

Markið hjá Fernandes var afar fallegt en hann skoraði með föstu hægri fótar skoti í vinstra hornið, algerlega óverjandi fyrir Hákon Rafn Valdimarsson.

Íslenski markvörðurinn gerði mistök í öðru markinu er hann ætlaði að handsama skot Joao Felix, en missti boltann til Cristiano Ronaldo sem náði að pota honum úr höndum Hákonar og til Horta sem skoraði.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner