Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 21. mars 2021 22:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sorgmæddur: Þetta á alltaf að vera svona
Mourinho fylgist með.
Mourinho fylgist með.
Mynd: Getty Images
„Þetta var sorglegt. Ég er mjög ánægður með úrslitin en það er sorglegt að við þurfum svona slæmt tap til að fá svona viðbrögð," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Spurs tapaði illa gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni í síðustu viku og féll úr leik í keppninni. Mourinho gagnrýndi hugarfar leikmanna eftir þann leik.

„Þetta eiga ekki að vera viðbrögð, þetta á alltaf að vera svona. Svona á sálin að vera alltaf í liðinu, það er næsta áskorun."

„Ég er sorgmæddur að sjá að við getum verið með svona sál en hún hafi ekki verið til staðar í síðustu leikjum. Ég opnaði hjarta mitt, ég gat ekki opnað það meira. Þetta var ekki löng fótboltaræða, en ég opnaði hjarta mitt sem maður með meira en 20 ára reynslu í fótbolta."

„Mér fannst liðið þurfa annan annan anda; hógværa, heiðarlega og einfalda menn eins og Japhet, Rodon, Vinicius og tvo 16 ára stráka á bekknum sem eru að upplifa drauminn."

„Þetta eru stór þrjú stig. Núna hverfa strákarnir og vonandi verður allt í lagi með þá þegar þeir koma til baka," sagði Mourinho en það er landsliðsgluggi framundan.

Tottenham er í sjötta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner