Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham byrjar nýja viku vel eftir erfiða daga
Tottenham er komið upp í sjötta sæti.
Tottenham er komið upp í sjötta sæti.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, fylgist með.
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, fylgist með.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 0 - 2 Tottenham
0-1 Carlos Vinicius ('29 )
0-2 Harry Kane ('68 , víti)

Eftir slæmt tap gegn Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni síðastliðið fimmtudagskvöld, þá gerði Tottenham vel í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Spurs heimsótti Aston Villa og gerði Jose Mourinho sjö breytingar á liði sínu frá leiknum á fimmtudag. Aðeins Hugo Lloris, Davinson Sanchez, Lucas Moura og Harry Kane héldu sætum sínum. Það var enginn Jack Grealish hjá Aston Villa, hann er enn meiddur.

Tottenham-menn voru staðráðnir í að gera betur í kvöld og það gerðu þeir.

Carlos Vinicius kom inn í lið Tottenham og hann kom þeim yfir eftir rétt tæplega hálftíma leik. Emi Martinez átti slaka sendingu og Kane vann boltann. Kane kom boltanum á Lucas Moura sem setti hann á landa sinn, Carlos Vinicius og hann skoraði fyrsta mark leiksins.

Tottenham fór ánægðari inn í leikhléið en þetta var ekki frábær fótboltaleikur. Mark Vinicius var eina marktilraunin í fyrri hálfleik sem rataði á rammann.

Um miðbik seinni hálfleiks fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Matty Cash braut af Kane. Fyrirliði enska landsliðsins fór á vítapunktinn og skoraði og skoraði af öryggi.

Tottenham landaði sigrinum og lokatölur 0-2 fyrir Spurs. Ekki stórkostleg frammistaða en þetta dugði. Lið Aston Villa var slakt og það saknar Grealish mikið.

Tottenham er í sjötta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Villa er í tíunda sæti og hefur aðeins tekist að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum.

Önnur úrslit í dag:
England: Misstu niður þriggja marka forystu gegn Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner