Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Pirlo vill ekki ræða framtíð Ronaldo
Mynd: Getty Images
Andrea Pirlo, stjóri Juventus, hefur engan áhuga á að ræða framtíð Cristiano Ronaldo að svo stöddu.

Ronaldo er orðaður við endurkomu til Real Madrid þessa dagana en gengi Juventus á tímabilinu hefur ekki verið frábært.

Samningur Portúgalans rennur út sumarið 2022 og er hann því bundinn til næsta árs.

„Við erum ekkert að hugsa um hans framtíð. Hann á eitt ár eftir af samningnum og við erum ánægðir með hann hér," sagði Pirlo.

„Við einbeitum okkur að þessu tímabili og viljum enda eins vel og hægt er. Hann er að eiga frábært tímabil og átti magnað síðasta tímabil."
Athugasemdir
banner
banner