Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. apríl 2021 21:24
Brynjar Ingi Erluson
England: Tvö rauð spjöld er Man City lagði Villa
Phil Foden skorar jöfnunarmark City í leiknum
Phil Foden skorar jöfnunarmark City í leiknum
Mynd: EPA
Aston Villa 1 - 2 Manchester City
1-0 John McGinn ('1 )
1-1 Phil Foden ('22 )
1-2 Rodri Hernandez ('40 )
Rautt spjald: ,John Stones, Manchester City ('44)Matty Cash, Aston Villa ('57)

Manchester City lagði Aston Villa, 2-1, er liðin mættust á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

City fékk skell snemma leiks er John McGinn kom Villa yfir eftir aðeins 20 sekúndur. Tyrone Mings átti langan bolta á Ollie Watkins sem kom boltanum fyrir markið á McGinn sem skoraði örugglega.

Phil Foden jafnaði metin á 22. mínútu eftir frábært spil. Ederson átti langa sendingu á vinstri kantinn á Zinchenko. Hann skallaði boltann á Foden sem færði hann strax yfir hægra megin á Riyad Mahrez.

Mahrez náði að renna boltanum inn fyrir á Bernardo Silva sem kom honum aftur fyrir markið og þar var Foden mættur til að klára færið.

Rodri kom Man City yfir á 40. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Bernardo en aðeins fjórum mínútum síðar var John Stones rekinn af velli eftir brot á Jacob Ramsey.

Það var jafnt í liðum á 57. mínútu er Matty Cash fékk rautt spjald en þetta var seinna gula spjaldið hans. Hann braut á Foden á 56. mínútu og fékk gula spjaldið og innan við mínútu síðar var hann rekinn af velli, er hann braut aftur á Foden.

Man City fer heim með þrjú stig og er nú með ellefu stiga forystu á Manchester United sem er í öðru sæti en United á leik til góða og getur minnkað forystuna niður í átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner