Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
   fös 21. júní 2019 15:18
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna kominn heim í Víking (Staðfest) - Semur út 2020
Kári Árnason er kominn heim.
Kári Árnason er kominn heim.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Kári Árnason er formlega orðinn leikmaður Víkings í Reykjavík á nýjan leik. Kári, sem er 36 ára, hefur verið lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins í gegnum velgengnina undanfarin ár.

Hann fær keppnisleyfi með Víkingum þegar glugginn opnar þann 1. júlí en sama dag leikur liðið gegn ÍA. Samningurinn er út næsta tímabil, 2020.

Kári var kynntur á fréttamannafundi í Fossvoginum rétt í þessu en Víkingar sitja í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Kári lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með Víkingum árið 2001 en síðan fylgdu 48 leikir og tvö mörk.

Hann hefur verið atvinnumaður síðan 2004. Þá yfirgaf hann Víking, sitt uppeldisfélag, og gekk í raðir Djurgarden í Svíþjóð.

Síðan hefur hann spilað í Skandinavíu, Bretlandseyjum, Kýpur og Tyrklandi. Hann varð sænskur meistari með Djurgarden 2005 og með Malmö 2016.

Kári tók eitt tímabil með Genclerbirligi í Tyrklandi á liðnum vetri.

Hann hefur skorað sex mörk í 77 landsleikjum fyrir Ísland og stóð sem klettur í vörn liðsins á EM 2016 og HM 2018.

Hjá Víkingum eru hann og Sölvi Geir Ottesen sameinaðir á ný en þeir höfu meistaraflokksferil sinn saman.


Athugasemdir
banner
banner