Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
banner
   fös 21. júní 2024 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Le Bris verður næsti þjálfari Sunderland
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar á Englandi og í Frakklandi greina frá því að Sunderland sé að ráða Régis Le Bris sem aðalþjálfara hjá sér.

Le Bris er 48 ára gamall Frakki sem hefur þjálfað Lorient síðustu tvö ár, en hann féll með félagið úr efstu deild franska boltans á síðustu leiktíð.

Le Bris er talinn flottur þjálfari og vildi Lorient ekki hleypa honum burt frá sér án endurgjalds. Sunderland er búið að semja við Lorient um kaup á Le Bris og er einnig búið að ná samkomulagi við þjálfarann um samningsmál.

Le Bris skrifar undir tveggja ára samning við Sunderland með möguleika á auka ári og ætlar Sunderland að gjörbreyta þjálfarateyminu sínu í leiðinni.

Sunderland hefur aðeins verið með bráðabirgðaþjálfara síðan félagið rak Michael Beale úr starfinu í febrúar.

Sunderland á eftir að staðfesta fregnirnar en fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano heldur því fram að félagaskiptin séu klöppuð og klár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner