Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 21. júlí 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Biðst afsökunar á orðavali sínu - „Þetta var ekki ætlun mín“
Jorge Sampaoli
Jorge Sampaoli
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Jorge Sampaoli hefur beðist afsökunar á orðavali sínu í ummælum sem hann lét falla um Ousmane Dembele í viðtali við So Foot, en þar sagði hann landsliðsmanninn „spila eins og hann væri einhverfur“.

Sampaoli urðaði yfir spilamennsku franska landsliðsins á Evrópumótinu og þá sérstaklega frammistöðu Dembele og Kylian Mbappe.

Sagði hann að Dembele væri rosalega eigingjarn á velli og vildi gera allt sjálfur.

Argentínumaðurinn talaði um Dembele sem einhverfan mann og sagði þá Mbappe svipaðan.

Ummæli hans vöktu hörð viðbrögð. Þar var hann sakaður um að hafa gert lítið úr fólki með einhverfu og notað það til að hæðast að Dembele, en hann hefur nú beðist afsökunar á ummælunum.

„Það var ekki ætlun mín að vísa í einhverfu. Ég bið alla afsökunar á þessu. Ég vildi bara ræða einkenni einstaklinga, en nú sem aldrei fyrr þarf maður að fara vanda sig þegar það kemur að orðavali,“ sagði Sampaoli á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner