Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 22. október 2021 16:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jeppkall spáir í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Jeppkall
Jeppkall
Mynd: Úr einkasafni
Ole er við stýrið, og verður það áfram.
Ole er við stýrið, og verður það áfram.
Mynd: Getty Images
Martinez verður bestur gegn Arsenal
Martinez verður bestur gegn Arsenal
Mynd: EPA
Ronaldo heldur Ole í starfi.
Ronaldo heldur Ole í starfi.
Mynd: Getty Images
Níunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Umferðin hefst með leik Arsenal og Aston Villa í kvöld og lýkur með viðureign Manchester United og Liverpool á sunnudag.

Jeppkall, jeppi69, jeppinn eða einfaldlega Skagamaðurinn Bjarki Viðarsson, er spámaður umferðarinnar.

Orri Steinn Óskarsson spáði í leiki síðustu umferðar og var með þrjá leiki rétta.

Svona spáir Jeppinn leikjum umferðarinnar.

Arsenal 1 – 2 Aston Villa
Nallaranir búnir að vera a hörku skriði en verið ósannfærandi í síðustu 2 leikjum og Villa menn voru klaufar í seinasta leik og ætla að bæta upp fyrir það. El Ghazi og Ings með sitthvort en Partey á fyrstu negluna sína í ár og skorar eitt af mörkum tímabilsins. En maður leiksins verður Martinez.

Chelsea 2 – 0 Norwich
Það breytir engu þótt Lukaku og Werner séu frá, þeir eru ekki færir um að skora. Enda sjá varnarmenn Chelsea aðallega um markaskorun og allt annað sem fer þarna fram. Árangsríkur en leiðinlegasti bolti sem ég hef orðið vitni af og ég er Utd maður, segir sitt. Mörkin verða Kovacic og Christensen eða hvað sem þessi gæi heitir.

Crystal Palace 3 – 0 Newcastle
Enginn nýr þjálfari mættur held ég hja Newcastle.
Crystal Palace er nánast bara búið með erfiða leiki og núna fara þeir að ná í nokkur stig hér og þar. Tískugoðið Zaha með 2 eftir góða hvíld og svo verður sjálfsmark þriðja mark C.P.

Everton 0 – 2 Watford
Foster er alvöru kóngur, verður í markinu hjá mér í fantasy og fæ ég allavega 6 stig fyrir hann þar. Everton liðið er mjög vel drillað en núna vantar Richarli, DMC, Doucoure og Sigurdsson. Þanng ef Watford á eitthvertiman að vinna svona leik þá er það á laugardaginn kl 14.

Leeds 0 - 0 Wolves
Það er helvíti erfið stemming í Leedsurum núna en þeir hljota að fara að hrökkva í gang, Raphinha verður í liðinu. Jimenez & Hwang búnir að vera mjög sprækir í síðustu leikjum, þess vegna ætla ég að taka öfuga sálfræði og segja leikurinn fari 0-0 en ætla að betta á Overs, win win fyrir mig.

Southampton 1 – 0 Burnley
Leiðinlegasti leikur helgarinnar, þetta Burnley lið lætur mig troða 4 pokum í vörina þeir eru svo boring. Það verður darraðadans á 70. mín þar sem Redmond skýtur í varnarmann og boltinn lekur inn.

Brighton 0 – 4 City
Walk in the park. Áður en ég byrjaði að reykja capri blue 11 ára þá vann ég lottó mótið með einu ári yngri á Akranesvelli. Þar mættum við liði með svipaðan spilastíl og við en við vorum miklu betri, sama sagan hérna.

Brentford 1 – 1 Leicester
Þetta Brentford ævintýri minnir mig á þegar Siggi bond mætti með heimsendingu kl 8 á sunnudagsmorgun, þetta ætlaði aldrei að enda. Flott úrslit fyrir bæði lið.

West Ham 3 – 3 Spurs
Antonio með tvö og man ekki hvort Benrahma eða Soucek hafi neglt þriðja inn. Ég tók Lukaku út fyrir umferð og henti Kane inn og hann ætlar að skila mér þrennu og þakka traustið, þetta verður leikur helgarinnar.

Man Utd 5 – 2 Liverpool
Oooleeess att the wheeeel, tell mee how good doooes it feel!!!!
BigGameRon nýbúinn að setja stroffurnar utan um Ole eftir Champa league ævintýrið og hann ætlar að herða þær vel á sunnudaginn, því miður. Ronaldo hendir í þrennu tekur boltann heim og fer svo í saunu. Rashy á tvö mörk en Milner og Djik eiga mörk Liverpool eftir klaufagang Harry Maguire. Ole tekur þá í gikkinn og setur Eric Bailly inn og lakið verður hreint eftir það.

Fyrri spámenn:
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Sammi - 4 réttir
Elías Már - 3 réttir
Orri Steinn - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner