Ari Sigurpálsson var í vikunni keyptur til sænska félagsins Elfsborg. Ari átti mjög gott tímabil með Víkingi og vakti sérstaklega athygli fyrir góða frammistöðu í Evrópuleikjum liðsins.
Ari kom til Víkings fyrir tímabilið 2022 og vann þrjá titla sem leikmaður liðsins. Það er ljóst að hann skilur eftir sig skarð, en þarf Víkingur að leita annað til að fylla það? Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála, fyrr í þessari viku og í gær var spjallað við þjálfarann Sölva Geir Ottesen.
Ari kom til Víkings fyrir tímabilið 2022 og vann þrjá titla sem leikmaður liðsins. Það er ljóst að hann skilur eftir sig skarð, en þarf Víkingur að leita annað til að fylla það? Fótbolti.net ræddi við Kára Árnason, yfirmann fótboltamála, fyrr í þessari viku og í gær var spjallað við þjálfarann Sölva Geir Ottesen.
Þetta sagði Kári: „Við erum með frábært lið og erum búnir að styrkja okkur gríðarlega frá síðasta tímabili. Sumt af því var próaktíft og annað vorum við aðeins að bíða með. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða í rólegheitum, það hvarflaði alveg að okkur að þetta myndi gerast og erum alveg með eitthvað í pípunum, en það er svo sem ekkert hræðilegt þó að það komi ekkert í staðinn því við erum bara með það stóran og góðan hóp."
Augljósu kostirnir í kantstöðurnar eru þeir Stígur Diljan Þórðarson, Valdimar Þór Ingimundarson, Erlingur Agnarsson og Helgi Guðjónsson. Sölvi nefndi svo einn kost í viðbót.
Sölvi um skarðið sem Ari skilur eftir sig: „Okkur vantar kannski spes týpu, við erum með fullt af kantmönnum, en erum að skoða hvort við getum fengið öðruvísi týpu til að bæta eiginleikum inn í hópinn. Það væri þá meiri dribblari (leikmaður sem klappar boltanum og tekur menn á), meiri fínhreyfingar. Leikmaður sem svipar til Bidda (Birnis Snæs Ingasonar); leikmaður sem getur farið upp völlinn með boltann og passar vel upp á hann."
„Við erum með kraftmikla kantara hjá okkur í dag, menn sem eru góðir í að hlaupa á bakvið varnir. Þetta er spes týpa sem við erum að leitast eftir."
„Við erum svo með okkar 'utility' leikmann, Viktor Örlyg (Andrason) sem spilaði úti á kanti, það er hans upprunalega staða frá því í yngri flokkum. Það er aldrei að vita nema við getum kveikt aðeins í gömlum töktum hjá honum úti á kantinum, því hann er með þessa eiginleika sem við erum dálítið að leitast eftir. Hann er góður að fara upp völlinn með boltann og getur notað bæði hægri og vinstri löppina; er nánast alveg jafnfættur - kannski 51-49 þarna á milli lappa."
„Hann fékk 45 mínútur úti á kanti á móti Grindavík og leit bara vel út þar. Það er aldrei að vita nema Viktor poppi upp í nýrri stöðu á þessu ári," segir Sölvi.
Þeir sem hafa verið orðaðir við Víking í vetur eru þeir Kjartan Kári Halldórsson, Galdur Guðmundsson, Elmar Kári Enesson Cogic og sjálfur Birnir Snær Ingason.
Athugasemdir