Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
fimmtudagur 26. desember
Championship
Blackburn 1 - 2 Sunderland
Bristol City 1 - 0 Luton
Coventry 4 - 0 Plymouth
Derby County - West Brom - 17:30
Middlesbrough 3 - 3 Sheff Wed
Norwich 2 - 1 Millwall
Oxford United 3 - 1 Cardiff City
Preston NE 1 - 0 Hull City
Sheffield Utd 0 - 2 Burnley
Stoke City - Leeds - 20:00
Swansea 3 - 0 QPR
Watford 1 - 1 Portsmouth
Úrvalsdeildin
Bournemouth 0 - 0 Crystal Palace
Chelsea 1 - 1 Fulham
Liverpool - Leicester - 20:00
Man City 1 - 1 Everton
Newcastle 2 - 0 Aston Villa
Nott. Forest 1 - 0 Tottenham
Southampton 0 - 1 West Ham
Wolves - Man Utd - 17:30
fös 05.apr 2024 22:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fjölhæfasti leikmaður deildarinnar saumar einstakar töskur

Viktor Örlygur Andrason er Víkingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í hverfinu. Þegar hann var yngri voru Víkingar í veseni og féll liðið nánast í 2. deild fyrir 15 árum síðan. En á síðustu árum hefur uppgangurinn nánast verið lygilegur og eru Víkingar núna handhafar allra titla nema Lengjubikarsins. Viktor, sem hefur tekið þátt í þessum mikla uppgangi, er líklega fjölhæfasti leikmaður Bestu deildarinnar en utan vallar er hann líka að gera skemmtilega hluti.

Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi'
'Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta sumar var ótrúlegt.
Síðasta sumar var ótrúlegt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013'
'Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Snyrtitaska sem Viktor bjó til.
Snyrtitaska sem Viktor bjó til.
Mynd/VOLA Leather
'Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman'
'Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum'
'Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum'
Mynd/VOLA Leather
Viktor í leik með Víkingum.
Viktor í leik með Víkingum.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt'
'Mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun'
'Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingum er spáð öðru sæti.
Víkingum er spáð öðru sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Víkingur R.
Hin hliðin - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)

„Það er góð spurning hvernig maður ætti að lýsa því. Þetta var eiginlega bara algjörlega frábært og nánast eins og maður hefði getað óskað sér. Evrópan fór ekki alveg eins og við vonuðumst eftir eða stefndum á, en hitt - deildin og bikarinn - var bara nákvæmlega eins og við teiknuðum upp," segir Viktor í samtali við Fótbolta.net þegar rætt er um síðasta tímabil.

„Maður fann alveg fyrir hvernig stemningin var og liðsheildin. Það voru allir að fara að gera allt til þess að vinna leikina sama hvernig það var gert. Það var eitthvað sem sagði mér að það yrði gott ár í vændum."

Með bolta við fæturnar frá því ég byrjaði að labba
Viktor byrjaði ungur að æfa fótbolta og hefur allan sinn feril verið hjá uppeldisfélaginu.

„Ég hef verið þar alla mína ævi"

„Ég fer á fyrstu æfinguna þegar ég er í kringum þriggja og hálfs árs. Í íþróttasalnum í Breiðagerðisskóla. Ég var aðeins of lítill þá en pabbi segir að ég hafi varla þorað að gera neitt þarna en að horfa bara á. Ég byrjaði almennilega að æfa í 8. flokki en ég hef verið með bolta við fæturnar frá því ég byrjaði að labba. Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi," segir Viktor.

Hann steig fyrst inn í meistaraflokkinn árið 2016 og spilaði þá þrjá leiki í efstu deild.

„Hver ár frá því ég byrjaði með meistaraflokknum hefur verið bæting og betra og skemmtilegra en síðasta ár. Allir uppaldir leikmenn óska þess að vera í svona stöðu hjá sínu uppeldisfélagi. Ég held að það séu fáir uppaldir leikmenn eins heppnir með lið," segir Viktor.

Hálf óraunverulegt
Víkingur hefur ekki alltaf verið þetta titlaóða félag. Fyrir 15 árum síðan voru Víkingar næstum því fallnir úr næst efstu deild. Og ekki er langt síðan liðið var að flakka á milli efstu og næst efstu deildar.

„Það eru forréttindi að vera leikmaður hans"

„Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013. Svo var þetta alltaf bras í neðri helmingnum og í fallbaráttu. Það var aldrei ákveðið einkenni hjá félaginu en það er heldur búið að búa það til núna. Halldór Smári talar einmitt oft um það hvernig þetta var. Hann var að spila á þeim tíma þegar félagið var í 1. deild," segir Viktor.

Stór ástæða fyrir þessum uppgangi er þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson en Viktor segir það forréttindi að spila fyrir hann.

„Ég held að Arnar Gunnlaugsson hafi verið sá sem kemur þessi af stað. Svo fær hann alla með sér í lið og allir sem hafa tekið þátt í þessu hafa lagt sitt af mörkum. Hugmyndin sem hann kemur með þegar hann tekur við er eitthvað sem allir hafa ákveðið að kýla á. Það hefur gengið eftir því. Það er hægt að segja að hann sé sá sem kemur þessu af stað og svo byrjar boltinn að rúlla af krafti. Það er tilfinningin mín," segir Viktor.

„Það eru forréttindi að vera leikmaður hans. Maður lærir nýtt á hverjum degi. Maður hefur verið með frábæra þjálfara sem hafa allir gefið manni ákveðin gildi. Svo hefur hann fínpússað það sem hefur mátt bæta. Ég held að það séu allir hrikalega ánægðir með Arnar. Hann hefur hjálpað mér mikið persónulega og aðallega í smáatriðum sem hefur mátt laga."

Býr til snyrtitöskur fyrir liðsfélagana
Utan vallar er Viktor að gera býsna skemmtilega hluti.

„Mér hefur alltaf fundist gaman að búa til eitthvað í höndunum hvort sem það er að sauma, að smíða, teikna eða hvað sem er. Bara eitthvað skapandi"

„Ég er í skóla og er að læra hugbúnaðarverkfræði. Ég er að vinna hægt og rólega í því. Svo er ég með það á planinu að búa til fyrirtæki fyrir merkið mitt sem heitir Vola Leather. Það eru alls konar leðurvörur en ég er mest búinn að vera gera snyrtitöskur fyrir strákana í liðinu og fyrir félaga mína í U21 landsliðinu," segir Viktor. „Það er áhugamál eins og er, en það getur vonandi orðið eitthvað stærra."

„Þetta byrjaði rétt fyrir Covid. Þá fékk mamma kindaleður frá bróður sínum sem er af lömbunum hjá langafa. Ég ákvað að búa til kortaveski úr því. Ég bjó til eitt í grunnskóla sem ég týndi þannig að mig vantaði veski. Mér hefur alltaf fundist gaman að búa til eitthvað í höndunum hvort sem það er að sauma, að smíða, teikna eða hvað sem er. Bara eitthvað skapandi."

„Ég prófaði að búa til kortaveski og ég notaði gaffal til að stilla götin með ákveðnu bili og tannþráð til að sauma. Þetta var alls konar púsluspil með hlutum sem ég átti heima. Í Covid fer þetta svo almennilega í gang. Mig vantaði snyrtitösku og ég tímdi því ekki alveg að fara í Gucci eða Louis Vuitton. Ég fór til bólstrara og fékk tvo ruslapoka af leður afgöngum. Úr því prófaði ég að búa til tösku handa mér. Strákarnir fóru að fíla þetta og ég bjó til töskur eftir sérpöntunum. Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman."

Youtube og blogg
Viktor er með nokkrar pantanir í smíðum núna en hann er sjálflærður í faginu.

„Fyrst var þetta smá púsl og maður var endalaust að finna myndbönd á Youtube eða einhverjar greinar á bloggum til að finna út úr því hvernig best væri að gera hlutina. Svo snerist þetta mikið um að skoða töskur frá öðrum merkjum og taka þær í sundur. Sjá hvernig bútarnir eru lagðir saman og hvernig þær eru saumaðar. Svo prófaði ég mig bara áfram," segir Viktor.

„Ef það virkaði ekki, þá tók ég bara í sundur og prófaði aftur."

„Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum. Ef ég veit ekki hvernig ég á að búa eitthvað til þá reynir maður að finna töskur sem eru svipaðar og ég skoða þá hvernig þær eru púslaðar saman. Ég er með nokkrar prótótýpur sem eru meira töskur fyrir stelpur sem mig langar að gefa út í sumar. Það er þá svona 'limited collection'. Vonandi næ ég að gefa mér tíma í að vinna í því."

Persónugerir töskurnar
Viktor segir það skemmtilegt að geta persónugert töskur fyrir þá sem panta. Töskurnar séu þá einstakar.

„Þá missi ég allt sem þetta stendur fyrir"

„Ég er ekki að hugsa mikið langtíma núna. Þetta er núna föndur inn á milli þegar ég er með dauðan tíma. Það er gott að kúpla sig aðeins út og það er hugleiðsla fyrir mig að vinna í þessu," segir miðjumaðurinn. „Ég hef fengið fyrirspurnir um það af hverju ég sendi ekki töskur til Asíu og læt fjöldaframleiða þær til að selja, en þá missi ég allt sem þetta stendur fyrir og það er að gera sérpantaðar vörur."

„Það lítið að setja skammstöfunina á nafninu í töskuna eða persónugera hlutina aðeins meira gefur mikið fyrir einstaklinginn sem kaupir vöruna og fyrir mig líka."

„Ég vil frekar að pantanirnar séu einstakar og að þeir sem eru að panta séu að fá einstaka vöru sem er til bara eitt eintak af. Heldur en að fjöldaframleiða eitthvað sem eru ekki jafnmikil gæði í. Það gæti orðið þannig samt í framtíðinni að einhver ákveðin vara verði þannig, verði hálf fjöldaframleidd og svo verði sérpantanir með því. Það eru nokkrir sem ég fylgist með á Instagram sem eru með hálf fjöldaframleiddar vörur og síðan er alltaf hægt að sérhanna í kringum það."

Ákveðin hugleiðsla
Það er ákveðin hugleiðsla sem fylgir þessari vinnu og segir Viktor það gera gott fyrir sig.

„Það er mjög næs að geta sest aðeins niður - þó það sé ekki nema klukkutími - og skorið út einhverja búta sem maður saumar svo saman. Þess vegna að vera með þátt í gangi á skjánum við hliðina," segir Viktor.

„Mér finnst það mjög gott og mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt. Það virkar vel fyrir mig."

Verði frábært sumar
Víkingar hafa náð ótrúlegum árangri á síðustu árum og sumarið 2023 verður lengi í minnum stuðningsmanna Víkings. Það er aðeins leið til að toppa það sumar, og það er með því að vinna báða titlana og með því að komast í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun"

„Sumarið leggst mjög vel í mig. Það er mikil stemning í félaginu, í kringum mig og á landinu öllu held ég að allt fari í gang og allt á fullt. Fyrir mig persónulega, þá meiddist ég í byrjun febrúar og það hefur verið pirrandi. En það er allt á réttri leið og vonandi fæ ég einhverjar mínútur í fyrsta leik. Ég hef verið að æfa á fullu og það ætti að vera í góðu lagi ef þjálfarinn vill nota mig."

„Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun. Öll lið á Íslandi hafa verið að gefa í og það verður spennandi að sjá hvernig hún mun þróast. Ég held að hún verði skemmtilegri fyrir okkur leikmennina og fyrir áhorfendur. Það er verið að taka þetta upp á næsta skref. Ég held að þetta verði frábært sumar," sagði Viktor að lokum en Víkingar hefja leik í Bestu deildinni á morgun gegn Stjörnunni.

Með því að smella hérna er hægt að skoða Instagram-síðu VOLA Leather.


Athugasemdir
banner
banner