Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 9. ágúst
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 6. ágúst
Besta-deild karla
mánudagur 4. ágúst
Besta-deild kvenna
laugardagur 2. ágúst
miðvikudagur 30. júlí
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
mánudagur 28. júlí
Besta-deild karla
laugardagur 26. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
fimmtudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 23. júlí
þriðjudagur 22. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
sunnudagur 20. júlí
Besta-deild karla
fimmtudagur 17. júlí
Besta-deild karla
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
miðvikudagur 16. júlí
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 14. ágúst
Sambandsdeildin
Astana 0 - 2 Lausanne
Yan Vorogovskiy - Astana ('41, gult spjald)
0 1 Beyatt Lekoueiry ('48)
Max Ebong - Astana ('51, gult spjald)
0 2 Gaoussou Diakite ('66)
Abzal Beysebekov - Astana ('75, gult spjald)
Max Ebong - Astana ('86, rautt spjald)
Souleymane N'Diaye - Lausanne ('90, gult spjald)
Ararat-Armenia 1 - 2 Sparta Prag
Matej Rynes - Sparta Prag ('29, gult spjald)
1 1 Juan Balanta ('31, víti)
Emmanuel Uchenna - Sparta Prag ('61, gult spjald)
Juan Balanta - Ararat-Armenia ('80, gult spjald)
Joao Queiros - Ararat-Armenia ('87, rautt spjald)
1 2 Ermal Krasniqi ('90)
Sabah FK 0 - 2 Levski
0 1 Radoslav Kirilov ('40)
Kaheem Parris - Sabah FK ('60, gult spjald)
Khayal Aliyev - Sabah FK ('79, gult spjald)
0 2 Mazire Soula ('87)
Levadia T 1 - 3 Differdange
Juan Bedouret - Differdange ('59, gult spjald)
0 1 Andreas Buch ('89)
1 1 Bubacarr Tambedou ('92)
Victory Iboro - Levadia T ('103, gult spjald)
1 2 Andreas Buch ('105)
Victory Iboro - Levadia T ('107, rautt spjald)
Adham El Idrissi - Differdange ('112, gult spjald)
Carlos Torres - Levadia T ('114, gult spjald)
1 3 Samir Hadji ('119, víti)
1 - Levadia T ('120, gult spjald)
1 - Levadia T ('120, rautt spjald)
Felipe - Differdange ('120, gult spjald)
Gyor 2 - 0 AIK
1 0 Zeljko Gavric ('34)
Dino Besirovic - AIK ('40, gult spjald)
Mads Thychosen - AIK ('43, gult spjald)
Paul Anton - Gyor ('45, gult spjald)
Mark Csinger - Gyor ('50, gult spjald)
1 0 Anton Saletros ('51, Misnotað víti)
Nadhir Benbouali - Gyor ('54, gult spjald)
2 0 Aron Csongvai ('60, sjálfsmark)
Hammarby 0 - 1 Rosenborg
Frederik Winther - Hammarby ('56, gult spjald)
0 1 Dino Islamovic ('59)
Shaquille Pinas - Hammarby ('84, gult spjald)
Dino Islamovic - Rosenborg ('89, gult spjald)
Sebastian Tounekti - Hammarby ('90, gult spjald)
Pavle Vagic - Hammarby ('90, gult spjald)
Omonia 5 - 0 Araz
2 0 Stevan Jovetic ('23)
3 0 Ewandro ('30)
4 0 Ewandro ('45)
Wanderson - Araz ('57, gult spjald)
Ioannis Kousoulos - Omonia ('71, gult spjald)
5 0 Mateusz Musialowski ('79)
Paks 2 - 1 Polessya
Danylo Beskorovaynyi - Polessya ('19, gult spjald)
Mykyta Kravchenko - Polessya ('38, gult spjald)
1 0 Janos Szabo ('39)
2 0 Barna Toth ('48)
Yevhen Volynets - Polessya ('80, gult spjald)
Attila Osvath - Paks ('89, gult spjald)
2 1 Talles Costa ('90)
Sheriff 1 - 1 Anderlecht
Mario Stroeykens - Anderlecht ('29, gult spjald)
Ivan Dyulgerov - Sheriff ('38, gult spjald)
0 0 Mario Stroeykens ('38, Misnotað víti)
Tristan Degreef - Anderlecht ('55, gult spjald)
Nathan-Dylan Saliba - Anderlecht ('65, gult spjald)
0 1 Nathan-Dylan Saliba ('72)
Soumaila Magassouba - Sheriff ('74, gult spjald)
Cyrille Bayala - Sheriff ('79, gult spjald)
1 1 Elijah Olaniyi Odede ('81)
Lucas Hey - Anderlecht ('83, gult spjald)
Nathan De Cat - Anderlecht ('90, gult spjald)
Arda Kardzhali 2 - 0 Kauno Zalgiris
2 0 Svetoslav Kovachev ('12)
Amine Benchaib - Kauno Zalgiris ('12, gult spjald)
Georgi Nikolov - Arda Kardzhali ('15, gult spjald)
Temur Chogadze - Kauno Zalgiris ('24, gult spjald)
Divine Naah - Kauno Zalgiris ('34, rautt spjald)
Temur Chogadze - Kauno Zalgiris ('45, rautt spjald)
Dejan Georgijevic - Kauno Zalgiris ('58, gult spjald)
Isnaba Mane - Arda Kardzhali ('90, gult spjald)
Haymenn Bah-Traore - Kauno Zalgiris ('90, gult spjald)
Beitar Jerusalem 3 - 1 Riga
2 0 Timothy Muzie ('24)
Arial Mendy - Beitar Jerusalem ('34, gult spjald)
Gil Cohen - Beitar Jerusalem ('57, gult spjald)
Ramires Reginaldo - Riga ('58, gult spjald)
Orlando Galo - Riga ('68, gult spjald)
Ngonda Muzinga - Riga ('70, gult spjald)
2 1 Anthony Contreras ('86)
3 1 Silva Kani ('90)
Brondby 4 - 0 Vikingur R.
Luis Binks - Brondby ('32, gult spjald)
Daniel Wass - Brondby ('43, gult spjald)
1 0 Nicolai Vallys ('45)
Robert Thorkelsson - Vikingur R. ('45, gult spjald)
2 0 Nicolai Vallys ('53)
3 0 Filip Bundgaard Kristensen ('57)
Karl Fridleifur Gunnarsson - Vikingur R. ('62, gult spjald)
4 0 Filip Bundgaard Kristensen ('71)
Marko Divkovic - Brondby ('80, gult spjald)
Vaduz 0 - 1 AZ
Ro-Zangelo Daal - AZ ('7, rautt spjald)
Luca Mack - Vaduz ('13, gult spjald)
Zico Buurmeester - AZ ('47, gult spjald)
Liridon Berisha - Vaduz ('64, gult spjald)
Wouter Goes - AZ ('64, gult spjald)
Marcel Monsberger - Vaduz ('68, gult spjald)
Florian Hoxha - Vaduz ('86, gult spjald)
0 1 Troy Parrott ('88, víti)
Gabriele De Donno - Vaduz ('90, gult spjald)
AEK 2 - 1 Aris Limassol
Orbelin Pineda - AEK ('44, gult spjald)
1 0 Razvan Marin ('51, víti)
1 1 Giorgi Kvilitaia ('62, víti)
Connor Goldson - Aris Limassol ('79, gult spjald)
2 1 Dereck Kutesa ('104)
Besiktas 3 - 2 St Patricks
0 2 Ryan McLaughlin ('34)
1 2 Demir Ege Tiknaz ('43)
2 2 Tammy Abraham ('49)
3 2 Joao Mario ('79)
Tom Grivosti - St Patricks ('87, gult spjald)
Mert Gunok - Besiktas ('90, gult spjald)
Celje 2 - 4 Lugano
1 1 Franko Kovacevic ('22)
Renato Steffen - Lugano ('58, gult spjald)
Zan Karnicnik - Celje ('59, gult spjald)
Anto Grgic - Lugano ('62, gult spjald)
2 1 Mario Kvesic ('67)
2 2 Antonios Papadopoulos ('70)
Uran Bislimi - Lugano ('73, gult spjald)
2 3 Renato Steffen ('81)
2 4 Ezgjan Alioski ('85, víti)
Maccabi Haifa 0 - 2 Rakow
Dolev Haziza - Maccabi Haifa ('41, gult spjald)
0 1 Peter Barath ('45)
Lisav Eissat - Maccabi Haifa ('55, rautt spjald)
0 2 Lamine Diaby-Fadiga ('76, víti)
Ethane Azoulay - Maccabi Haifa ('85, gult spjald)
Shon Goldberg - Maccabi Haifa ('90, gult spjald)
Neman 2 - 0 KÍ Klaksvík
1 0 Gulzhigit Borubaev ('80)
2 0 Yuriy Pantya ('84)
Gilli Sorensen - KÍ Klaksvík ('88, gult spjald)
Ivan Sadovnichy - Neman ('94, gult spjald)
Oleg Evdokimov - Neman ('97, gult spjald)
1 - KÍ Klaksvík ('108, gult spjald)
Jagiellonia 2 - 2 Silkeborg
1 0 Jesus Imaz ('29)
2 0 Jesus Imaz ('35)
Taras Romanczuk - Jagiellonia ('44, gult spjald)
2 1 Sofus Berger ('87)
Mads Freundlich - Silkeborg ('90, gult spjald)
2 2 Alexander Busch ('90)
Spartak Trnava 4 - 1 Universitatea Craiova
Samuel Teles - Universitatea Craiova ('30, gult spjald)
0 1 Stefan Baiaram ('32)
1 1 Milos Kratochvil ('36)
2 1 Patrick Nwadike ('63)
Oleksandr Romanchuk - Universitatea Craiova ('66, gult spjald)
3 1 Philip Azango ('68)
4 1 Timotej Kudlicka ('80)
Dinamo Tirana 1 - 0 Hajduk Split
Baton Zabergja - Dinamo Tirana ('18, gult spjald)
Abdoulie Sanyang - Hajduk Split ('22, gult spjald)
Anthony Kalik - Hajduk Split ('58, gult spjald)
Dundee United 2 - 2 Rapid
2 0 Max Watters ('42, víti)
Yao Raux - Rapid ('42, gult spjald)
2 1 Janis Antiste ('63)
Mamadou Sangare - Rapid ('69, gult spjald)
2 2 ('77)
Linfield FC 2 - 0 LIF Vikingur
1 0 Kieran Offord ('22)
Atli Gregersen - LIF Vikingur ('27, gult spjald)
2 0 Ari Olsen ('38, sjálfsmark)
Aron Ellingsgaard - LIF Vikingur ('45, gult spjald)
Ingi Arngrimsson - LIF Vikingur ('63, gult spjald)
Austria V 0 - 1 Ostrava
0 1 Erik Prekop ('45, víti)
Daniel Holzer - Ostrava ('53, gult spjald)
Hakim Guenouche - Austria V ('58, gult spjald)
Egnatia R 1 - 1 Olimpija
Zamig Aliyev - Egnatia R ('23, gult spjald)
1 1 Veljko Jelenkovic ('32)
Marko Brest - Olimpija ('60, gult spjald)
Hibernian 1 - 2 Partizan
Ognjen Ugresic - Partizan ('22, gult spjald)
0 2 Jovan Milosevic ('44)
Nikola Simic - Partizan ('45, gult spjald)
Josh Campbell - Hibernian ('47, gult spjald)
1 2 Kieron Bowie ('60)
Santa Clara 0 - 0 Larne FC
Matheus Nunes Fagundes De Araujo - Santa Clara ('37, gult spjald)
Dan Bent - Larne FC ('43, gult spjald)
Joao Costa - Santa Clara ('45, gult spjald)
Pedro Ferreira - Santa Clara ('55, gult spjald)
Shamrock 3 - 0 Ballkani
Daniel Mandroiu - Shamrock ('31, gult spjald)
1 0 Rory Gaffney ('45)
2 0 Rory Gaffney ('48)
Matthew Healy - Shamrock ('50, gult spjald)
3 0 Josh Honohan ('55)
Virtus 1 - 0 Milsami
Evrópudeildin
KuPS (Finland) 1 - 0 Rigas FS (Latvia)
Jaakko Oksanen - KuPS (Finland) ('10, gult spjald)
Bob Nii Armah - KuPS (Finland) ('13, gult spjald)
1 0 Petteri Pennanen ('49)
Doni Arifi - KuPS (Finland) ('81, gult spjald)
Ziga Lipuscek - Rigas FS (Latvia) ('81, gult spjald)
Stefan Panic - Rigas FS (Latvia) ('90, gult spjald)
2 0 Paulinho ('17)
Adam Gabriel - Midtjylland (Denmark) ('85, gult spjald)
Stian Stray Molde - Fredrikstad (Norway) ('89, gult spjald)
Brann 0 - 1 Häcken
Olle Samuelsson - Häcken ('13, gult spjald)
Adrian Svanback - Häcken ('17, gult spjald)
0 1 Denzel De Roeve ('38, sjálfsmark)
Silas Andersen - Häcken ('56, gult spjald)
Julius Lindberg - Häcken ('61, gult spjald)
Emil Kornvig - Brann ('62, gult spjald)
0 1 Niklas Castro ('90, Misnotað víti)
Amor Layouni - Häcken ('90, gult spjald)
Noah (Armenia) 5 - 6 Lincoln (Gibraltar)
Christian Rutjens - Lincoln (Gibraltar) ('34, gult spjald)
Ibrahim Ayew - Lincoln (Gibraltar) ('59, gult spjald)
Virgile Pinson - Noah (Armenia) ('60, gult spjald)
Kike Gomez - Lincoln (Gibraltar) ('118, gult spjald)
Wolfsberger AC (Austria) 0 - 1 PAOK (Greece)
Magomed Ozdoev - PAOK (Greece) ('45, gult spjald)
Nicolas Wimmer - Wolfsberger AC (Austria) ('74, gult spjald)
Giannis Konstantelias - PAOK (Greece) ('79, gult spjald)
David Atanga - Wolfsberger AC (Austria) ('90, gult spjald)
Simon Piesinger - Wolfsberger AC (Austria) ('96, gult spjald)
Dominik Baumgartner - Wolfsberger AC (Austria) ('97, gult spjald)
0 1 Mady Camara ('115)
Hoskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik ('16, gult spjald)
Igor Savic - Zrinjski (Bosnia and Herzegovina) ('37, gult spjald)
0 2 Valgeir Valgeirsson ('47, sjálfsmark)
1 2 Hoskuldur Gunnlaugsson ('61, víti)
Damir Muminovic - Breiðablik ('68, gult spjald)
Arnor Jonsson - Breiðablik ('79, gult spjald)
Arnor Jonsson - Breiðablik ('90, rautt spjald)
0 2 David Miculescu ('18)
1 2 Veton Tusha ('52)
Adrian Sut - Steaua (Romania) ('53, gult spjald)
Egzon Bejtulai - Drita FC (Kosovo) ('56, gult spjald)
Rron Broja - Drita FC (Kosovo) ('68, rautt spjald)
Endrit Morina - Drita FC (Kosovo) ('82, gult spjald)
Juri Cisotti - Steaua (Romania) ('83, gult spjald)
1 3 Dennis Politic ('85)
Maccabi Tel Aviv (Israel) 3 - 1 Hamrun Spartans (Malta)
0 0 Marcelina Emerson ('28, Misnotað víti)
1 0 Ido Shahar ('37)
Jovan Cadjenovic - Hamrun Spartans (Malta) ('41, gult spjald)
1 1 Joseph Mbong ('43)
2 1 Ido Shahar ('45)
3 1 Osher Davida ('69)
Osher Davida - Maccabi Tel Aviv (Israel) ('90, gult spjald)
Mouad El Fanis - Hamrun Spartans (Malta) ('90, gult spjald)
Shakhtar 0 - 0 Panathinaikos
Oleg Ocheretko - Shakhtar ('48, gult spjald)
Adam Gnezda Cerin - Panathinaikos ('52, gult spjald)
Oleg Ocheretko - Shakhtar ('82, rautt spjald)
Giannis Kotsiras - Panathinaikos ('92, gult spjald)
Pedro Chirivella - Panathinaikos ('97, gult spjald)
Manolis Siopis - Panathinaikos ('105, gult spjald)
Utrecht (Netherlands) 2 - 1 Servette (Switzerland)
Alexis Antunes - Servette (Switzerland) ('31, gult spjald)
Gjivai Zechiel - Utrecht (Netherlands) ('38, gult spjald)
Miroslav Stevanovic - Servette (Switzerland) ('39, gult spjald)
Alonzo Engwanda - Utrecht (Netherlands) ('48, gult spjald)
Dylan Bronn - Servette (Switzerland) ('52, gult spjald)
Adrian Blake - Utrecht (Netherlands) ('53, gult spjald)
1 0 Victor Jensen ('57)
Mike van der Hoorn - Utrecht (Netherlands) ('69, gult spjald)
2 0 Victor Jensen ('74)
2 1 Ablie Jallow ('80, víti)
Braga 2 - 0 Cluj (Romania)
1 0 Rodrigo Zalazar ('19, víti)
2 0 Rodrigo Zalazar ('45)
Legia (Poland) 2 - 1 AEK Larnaca (Cyprus)
1 0 Jean-Pierre Nsame ('11)
2 0 Mileta Rajovic ('16)
Ruben Vinagre - Legia (Poland) ('38, gult spjald)
Valentin Roberge - AEK Larnaca (Cyprus) ('45, gult spjald)
2 1 Djordje Ivanovic ('52)
WORLD: International Friendlies
US Virgin Islands 6 - 4 Turks and Caicos
fös 05.apr 2024 22:30 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Fjölhæfasti leikmaður deildarinnar saumar einstakar töskur

Viktor Örlygur Andrason er Víkingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í hverfinu. Þegar hann var yngri voru Víkingar í veseni og féll liðið nánast í 2. deild fyrir 15 árum síðan. En á síðustu árum hefur uppgangurinn nánast verið lygilegur og eru Víkingar núna handhafar allra titla nema Lengjubikarsins. Viktor, sem hefur tekið þátt í þessum mikla uppgangi, er líklega fjölhæfasti leikmaður Bestu deildarinnar en utan vallar er hann líka að gera skemmtilega hluti.

Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Í leik með Víkingum síðasta sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi'
'Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðasta sumar var ótrúlegt.
Síðasta sumar var ótrúlegt.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013'
'Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Snyrtitaska sem Viktor bjó til.
Snyrtitaska sem Viktor bjó til.
Mynd/VOLA Leather
'Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman'
'Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum'
'Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum'
Mynd/VOLA Leather
Viktor í leik með Víkingum.
Viktor í leik með Víkingum.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
'Mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt'
'Mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt'
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun'
'Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun'
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Víkingum er spáð öðru sæti.
Víkingum er spáð öðru sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 2. sæti: Víkingur R.
Hin hliðin - Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)

„Það er góð spurning hvernig maður ætti að lýsa því. Þetta var eiginlega bara algjörlega frábært og nánast eins og maður hefði getað óskað sér. Evrópan fór ekki alveg eins og við vonuðumst eftir eða stefndum á, en hitt - deildin og bikarinn - var bara nákvæmlega eins og við teiknuðum upp," segir Viktor í samtali við Fótbolta.net þegar rætt er um síðasta tímabil.

„Maður fann alveg fyrir hvernig stemningin var og liðsheildin. Það voru allir að fara að gera allt til þess að vinna leikina sama hvernig það var gert. Það var eitthvað sem sagði mér að það yrði gott ár í vændum."

Með bolta við fæturnar frá því ég byrjaði að labba
Viktor byrjaði ungur að æfa fótbolta og hefur allan sinn feril verið hjá uppeldisfélaginu.

„Ég hef verið þar alla mína ævi"

„Ég fer á fyrstu æfinguna þegar ég er í kringum þriggja og hálfs árs. Í íþróttasalnum í Breiðagerðisskóla. Ég var aðeins of lítill þá en pabbi segir að ég hafi varla þorað að gera neitt þarna en að horfa bara á. Ég byrjaði almennilega að æfa í 8. flokki en ég hef verið með bolta við fæturnar frá því ég byrjaði að labba. Ég hef alltaf verið Víkingur og elst upp bókstaflega á lóðinni hjá Breiðagerðisskóla, og í hverfinu. Ég hef verið þar alla mína ævi," segir Viktor.

Hann steig fyrst inn í meistaraflokkinn árið 2016 og spilaði þá þrjá leiki í efstu deild.

„Hver ár frá því ég byrjaði með meistaraflokknum hefur verið bæting og betra og skemmtilegra en síðasta ár. Allir uppaldir leikmenn óska þess að vera í svona stöðu hjá sínu uppeldisfélagi. Ég held að það séu fáir uppaldir leikmenn eins heppnir með lið," segir Viktor.

Hálf óraunverulegt
Víkingur hefur ekki alltaf verið þetta titlaóða félag. Fyrir 15 árum síðan voru Víkingar næstum því fallnir úr næst efstu deild. Og ekki er langt síðan liðið var að flakka á milli efstu og næst efstu deildar.

„Það eru forréttindi að vera leikmaður hans"

„Breytingin sem hefur orðið hjá Víkingi síðustu ár er hálf óraunveruleg. Ég man alveg eftir því einmitt þegar þeir tryggðu sig upp úr 1. deildinni á Þróttaravellinum árið 2013. Svo var þetta alltaf bras í neðri helmingnum og í fallbaráttu. Það var aldrei ákveðið einkenni hjá félaginu en það er heldur búið að búa það til núna. Halldór Smári talar einmitt oft um það hvernig þetta var. Hann var að spila á þeim tíma þegar félagið var í 1. deild," segir Viktor.

Stór ástæða fyrir þessum uppgangi er þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson en Viktor segir það forréttindi að spila fyrir hann.

„Ég held að Arnar Gunnlaugsson hafi verið sá sem kemur þessi af stað. Svo fær hann alla með sér í lið og allir sem hafa tekið þátt í þessu hafa lagt sitt af mörkum. Hugmyndin sem hann kemur með þegar hann tekur við er eitthvað sem allir hafa ákveðið að kýla á. Það hefur gengið eftir því. Það er hægt að segja að hann sé sá sem kemur þessu af stað og svo byrjar boltinn að rúlla af krafti. Það er tilfinningin mín," segir Viktor.

„Það eru forréttindi að vera leikmaður hans. Maður lærir nýtt á hverjum degi. Maður hefur verið með frábæra þjálfara sem hafa allir gefið manni ákveðin gildi. Svo hefur hann fínpússað það sem hefur mátt bæta. Ég held að það séu allir hrikalega ánægðir með Arnar. Hann hefur hjálpað mér mikið persónulega og aðallega í smáatriðum sem hefur mátt laga."

Býr til snyrtitöskur fyrir liðsfélagana
Utan vallar er Viktor að gera býsna skemmtilega hluti.

„Mér hefur alltaf fundist gaman að búa til eitthvað í höndunum hvort sem það er að sauma, að smíða, teikna eða hvað sem er. Bara eitthvað skapandi"

„Ég er í skóla og er að læra hugbúnaðarverkfræði. Ég er að vinna hægt og rólega í því. Svo er ég með það á planinu að búa til fyrirtæki fyrir merkið mitt sem heitir Vola Leather. Það eru alls konar leðurvörur en ég er mest búinn að vera gera snyrtitöskur fyrir strákana í liðinu og fyrir félaga mína í U21 landsliðinu," segir Viktor. „Það er áhugamál eins og er, en það getur vonandi orðið eitthvað stærra."

„Þetta byrjaði rétt fyrir Covid. Þá fékk mamma kindaleður frá bróður sínum sem er af lömbunum hjá langafa. Ég ákvað að búa til kortaveski úr því. Ég bjó til eitt í grunnskóla sem ég týndi þannig að mig vantaði veski. Mér hefur alltaf fundist gaman að búa til eitthvað í höndunum hvort sem það er að sauma, að smíða, teikna eða hvað sem er. Bara eitthvað skapandi."

„Ég prófaði að búa til kortaveski og ég notaði gaffal til að stilla götin með ákveðnu bili og tannþráð til að sauma. Þetta var alls konar púsluspil með hlutum sem ég átti heima. Í Covid fer þetta svo almennilega í gang. Mig vantaði snyrtitösku og ég tímdi því ekki alveg að fara í Gucci eða Louis Vuitton. Ég fór til bólstrara og fékk tvo ruslapoka af leður afgöngum. Úr því prófaði ég að búa til tösku handa mér. Strákarnir fóru að fíla þetta og ég bjó til töskur eftir sérpöntunum. Ég er mest búinn að vera í því að taka við sérpöntunum og leyfa þeim sem panta að púsla sinni draumatösku saman."

Youtube og blogg
Viktor er með nokkrar pantanir í smíðum núna en hann er sjálflærður í faginu.

„Fyrst var þetta smá púsl og maður var endalaust að finna myndbönd á Youtube eða einhverjar greinar á bloggum til að finna út úr því hvernig best væri að gera hlutina. Svo snerist þetta mikið um að skoða töskur frá öðrum merkjum og taka þær í sundur. Sjá hvernig bútarnir eru lagðir saman og hvernig þær eru saumaðar. Svo prófaði ég mig bara áfram," segir Viktor.

„Ef það virkaði ekki, þá tók ég bara í sundur og prófaði aftur."

„Maður tekur innblástur úr alls konar, úr mörgum merkjum og það sem maður sér þegar maður er í búðum, á ferðinni eða á samfélagsmiðlum. Ef ég veit ekki hvernig ég á að búa eitthvað til þá reynir maður að finna töskur sem eru svipaðar og ég skoða þá hvernig þær eru púslaðar saman. Ég er með nokkrar prótótýpur sem eru meira töskur fyrir stelpur sem mig langar að gefa út í sumar. Það er þá svona 'limited collection'. Vonandi næ ég að gefa mér tíma í að vinna í því."

Persónugerir töskurnar
Viktor segir það skemmtilegt að geta persónugert töskur fyrir þá sem panta. Töskurnar séu þá einstakar.

„Þá missi ég allt sem þetta stendur fyrir"

„Ég er ekki að hugsa mikið langtíma núna. Þetta er núna föndur inn á milli þegar ég er með dauðan tíma. Það er gott að kúpla sig aðeins út og það er hugleiðsla fyrir mig að vinna í þessu," segir miðjumaðurinn. „Ég hef fengið fyrirspurnir um það af hverju ég sendi ekki töskur til Asíu og læt fjöldaframleiða þær til að selja, en þá missi ég allt sem þetta stendur fyrir og það er að gera sérpantaðar vörur."

„Það lítið að setja skammstöfunina á nafninu í töskuna eða persónugera hlutina aðeins meira gefur mikið fyrir einstaklinginn sem kaupir vöruna og fyrir mig líka."

„Ég vil frekar að pantanirnar séu einstakar og að þeir sem eru að panta séu að fá einstaka vöru sem er til bara eitt eintak af. Heldur en að fjöldaframleiða eitthvað sem eru ekki jafnmikil gæði í. Það gæti orðið þannig samt í framtíðinni að einhver ákveðin vara verði þannig, verði hálf fjöldaframleidd og svo verði sérpantanir með því. Það eru nokkrir sem ég fylgist með á Instagram sem eru með hálf fjöldaframleiddar vörur og síðan er alltaf hægt að sérhanna í kringum það."

Ákveðin hugleiðsla
Það er ákveðin hugleiðsla sem fylgir þessari vinnu og segir Viktor það gera gott fyrir sig.

„Það er mjög næs að geta sest aðeins niður - þó það sé ekki nema klukkutími - og skorið út einhverja búta sem maður saumar svo saman. Þess vegna að vera með þátt í gangi á skjánum við hliðina," segir Viktor.

„Mér finnst það mjög gott og mér finnst skemmtilegra að dunda mér frekar en að gera ekki neitt. Það virkar vel fyrir mig."

Verði frábært sumar
Víkingar hafa náð ótrúlegum árangri á síðustu árum og sumarið 2023 verður lengi í minnum stuðningsmanna Víkings. Það er aðeins leið til að toppa það sumar, og það er með því að vinna báða titlana og með því að komast í riðlakeppni í Evrópu.

„Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun"

„Sumarið leggst mjög vel í mig. Það er mikil stemning í félaginu, í kringum mig og á landinu öllu held ég að allt fari í gang og allt á fullt. Fyrir mig persónulega, þá meiddist ég í byrjun febrúar og það hefur verið pirrandi. En það er allt á réttri leið og vonandi fæ ég einhverjar mínútur í fyrsta leik. Ég hef verið að æfa á fullu og það ætti að vera í góðu lagi ef þjálfarinn vill nota mig."

„Við ætlum að reyna að vinna Íslandsmótið og bikarinn, og gera vel í Evrópu. Það er undir okkur komið að takast á við þá áskorun. Öll lið á Íslandi hafa verið að gefa í og það verður spennandi að sjá hvernig hún mun þróast. Ég held að hún verði skemmtilegri fyrir okkur leikmennina og fyrir áhorfendur. Það er verið að taka þetta upp á næsta skref. Ég held að þetta verði frábært sumar," sagði Viktor að lokum en Víkingar hefja leik í Bestu deildinni á morgun gegn Stjörnunni.

Með því að smella hérna er hægt að skoða Instagram-síðu VOLA Leather.


Athugasemdir